PDF Archive

Easily share your PDF documents with your contacts, on the Web and Social Networks.

Share a file Manage my documents Convert Recover PDF Search Help Contactíslenskurtextismörlikið .pdf


Original filename: íslenskurtextismörlikið.pdf
Title:
Author: .

This PDF 1.4 document has been generated by Writer / OpenOffice.org 3.2, and has been sent on pdf-archive.com on 05/02/2011 at 00:02, from IP address 85.220.x.x. The current document download page has been viewed 961 times.
File size: 94 KB (4 pages).
Privacy: public file
Download original PDF file

Document preview


Áfram með smjörlíkið
- Áfram með smjörlíkið! Það bakar, það mallar, það snýst. Nýtt Ísland, gamalt
Ísland, eldgamalt, glænýtt. Enn smjúga kökur í ofninn. Við bökum í sífellu
nýtt, glænýtt brauð, þótt uppskriftin sé eldgömul. Alltaf sama uppskriftin.
Alltaf það sama: áfram nýtt. Enn meira nýtt! Áfram með smjörlíkið! Eða til
hvers að burðast með lík í lestinni, hver ætlar aftur til gamla Íslands? Hver vill
borga með smjöri? Hver vill borga með smjörfjöllum? Veistu hvað ljóminn er?
Við viljum líkið, dásamlega dauða eftirlíkingu! Líkið lengi lifi!
- Áfram með smjörið? Fjandanum fjarri. Áfram með smjörlíkið. Þannig
hljóðar hið slagvædda orð: áfram. Áfram. ÁFRAM MEÐ SMJÖRLÍKIÐ!

Sama ár og Napóleón Bónaparte mistókst í fyrra skiptið að sigra heiminn, lagði annar
fransmann, Michel Eugène Chevreul, drög að heimsyfirráðum eftirlíkingarinnar. Hann
uppgötvaði fitusýru sem blikandi skein, merlandi glitraði og glansaði svo hann gaf henni
nafn perlunnar: μάργαρον. Þessi merka sýra varð ein af fyrstu ummyndunum nútímans
rúmlega hálfri öld síðar – árið 1869 – þegar efnt var til samkeppni um að finna upp afurð
sem mundi leysa smjörið af hólmi, þannig að lágstéttin, verkamenn og hermenn gætu
fengið næringu fyrir gott verð. Hagræðingin knúði fram sigur; Hippolyte Mège-Mouriés
skapaði óleómargarín, öðru nafni margarín, sem því næst var einkaleyft og klárt fyrir
gróða. Undir lok nítjándu aldar var efnið flutt til Íslands, þar sem nýjungar þykja
skemmtilegar, svo framarlega sem þær nái ekki til nokkurs sem máli skiptir. Margarín var
kynnt fyrir innfæddum sem hnusuðu af stöffinu og uppnefndu svo „danskt smjör“.
Andúðin á Dönum mátti sín einskis gegn seiglunni í heimilisbakstrinum og að lokum
varð þetta að fá gott og gilt íslenskt nafn, þannig að Íslendingar gátu lært að meta þessa
nýjung sem líktist smjöri. Það hlaut hið algegnsæja nafn Smjörlíki.
Þannig, sonur sæll, stendur nú á því að þessir síðhærðu svarthvítu menn geifla sig,
spila á gítar og gaula „... veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður“ dillandi
söngröddum í sjónvarpi allra landsmanna
Nútíminn hófst ekki með Upplýsingu, frelsi, sjálfræði, byltingu, byltingaráti eða neinu
þess háttar. Nútíminn

fæddist í smjörlíkinu.

Vísindi ummynda aldagamlar hefðir – nýjar leiðir, minni tilkostnaður – menn sækja í
minni kostnað eins og flugur í skít, og voilà, við erum farin að borða eitthvað nýtt,
eitthvað glænýtt sem við höfum aldrei borðað. Svo er hraðað á ferlinu(m). Leiðirnar
breytast, styttast og breikka. Æ fleiri flykkjast þessa hamskiptaleið. Og eitt kíló

margarííín.

Innantóm slagorð
Slagorð, - h einkunnarorð, vígorð,
slagvædd söluorð: geðveikt s. maður!,
það logar allt í slagorðum slagorðin
leynast víða. [Íslenzk orðabók, 1979]
Slagorð. Slagvædd orð, sköpuð í þeim tilgangi að selja sig og geta
logið upp lélega vöru. S eru skýr, þess vegna vill maður hlusta.
[Íslenska alfræðiorðabókin, 1990]
V o n t er vanefnt slagorð – íslenskur málsháttur.
Öll slagorð eru innantóm af þeirri einföldu ástæðu að öll orð eru innantóm. Öll
orð eru innantóm: galtóm og galopin. Orðið er ekki lifandi hvað sem hver segir. Orðið
verður ekki borðað svo einfalt er það. Bókvitið verður ekki í askana látið - við fiskum,
þess vegna erum við Íslendingar. Það verður enginn saddur af orðum. Það er engin
fylling, engin nautn, enginn safi bara þau líkindi að orðið er dautt, rétt eins og holdið.
Orðið er eins og fórnarkjöt.
Öll slagorð eru hol og bera tóna eins og hljóðfæri, gítar eða trumba. Hljómurinn er
bara ekki undir slagorðunum sjálfum kominn. Það er ekki slagorðið sem efnir sig sjálft:
Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt, Öruggan stað til að vera á, Íslensk

sókn um allan heim, Allt frá grunni að góðu heimili, Banki allra landsmanna,

Útvarp allra landsmanna, Ekkert bruðl. Við hjálpum þér að
láta það gerast, Lifðu og leyfðu öðrum að lifa, Fremstir fyrir
bragðið, Þú tryggir ekki eftirá, Lifandi afl, Bjartari framtíð fyrir
börnin okkar, Blátt

áfram, Áfram Ísland, Árangur

áfram – ekkert stopp, Fíkniefnalaust Ísland 2000,
Friður 2000, Baldur á Bessastaði ...
„... og tilbiður guð sinn sem deyr.“
i) Bætum við tveimur orðum: „til þess“ – og hugmynd sundrast.
ii) Víxlum tveimur orðum og merking splundrast: „... og tilbiður guð sinn sem deyr.“

Með því að vélin er kerfi grípa margir til þeirrar líkingar að kalla hagkerfið vél. En
hagkerfið er ekki bara einhver vél, langt í frá einhver mótor sem hóstar, mallar, höktir,
stöðvast, lekur olíu. Satt best að segja, ef hagkerfið er vél er hún hreinlega fullkomnasta
vél sem til hefur verið: hjól sem með réttu snýst eilíflega.
Það er of ódýrt að horfa bara á hagkerfið og kalla það vél. „Grannt á litið“ 1 getum
við dáðst að peningunum og búið til um þá kenningar sem innihalda fjármagnshringrás
og formúlur – framleiðslu, verðmætasköpun, arðræningja, hagræðingar, mannauð,
uppsveiflur og kreppur. En ef við flysjum burt hismið og horfum, horfum betur rekumst
við á kunnugleg andlit: dýrlinga, freskur, lágmyndir – jafnvel collage og kenjar: Maður
einn á tæki og „arðrænir“ með þeim fólk, selur því smjörlíki, eignast peninga, kaupir fyrir
þá málverk og endar á að gefa málverkasafnið fólkinu sem keypti af honum smjörlíki.
Bætum dassi af orðunum tilþess við myndina til að gera hringrásina súrreal.

Maður á tæki til þess að framleiða smjörlíki til þess að arðræna
fólk og selja fólkinu smjörlíki til þess að kaupa fyrir þá málverk til
þess að gefa þessu enn sama fólkinu sem keypti af honum
smjörlíkið heilt málverkasafn.
Það ótrúlegasta við þessa jarteinasögu af kraftaverkamanni eru endalokin: ríki hans fellur
ekki heldur ummyndast. Sigur hans er ekki fyrir hann sjálfan heldur hugsjón sem hann
ber í brjósti fyrir hönd annarra: „þá hugsjón að almenningur fengi notið listar
meistaranna“ eins og komist var að orði í ræðu sem hægt er að gúgla, lysti einhvern til.

Það er eitthvað vafasamt við að vilja háleita drauma fyrir aðra. Betra líf
öðrum til handa, æðra líf: lyfta öðrum upp á hærra plan. Maður á að eiga nóg
með sjálfan sig, er það ekki?, af hverju þarf að hugsa fyrir aðra? Eða er
einhver munur á Ragnari í Smára og Georg Bjarnfreðarsyni?

Byltingin er rétt að byrja
„Hvað er þetta maður? Við erum bara rétt að byrja.“, sagði við mig maður sem er að reisa
glerhús, að minnsta kosti hundrað metra hátt. Ég er farinn að hallast að því að þetta sé
góð speki hjá honum. Það er tími til kominn að hætta að grafa holur og reisa styttur.
Þurfum við fleiri glerhús? Það er ekki spurning. Það er svar. Það er nefnilega hægt að
baka endalaust mikið af kökum með sömu uppskriftinni. Allt nýtt alltaf nýtt. Maður
verður aldrei saddur, aldrei mettur. Alltaf nýbakað: sama uppskriftin. Engin vöntun á
sömu uppskriftina, bara meira betra hærra. Og svo vá! – ljós, hvíta, stjörnur.

Ég, þessi texti, er ekki fyrsta heimildin um þetta nýja máltæki. Fyrst var það notað í umræðum um
stjórnmál á vefsíðunni www.alvaran.com.
1


íslenskurtextismörlikið.pdf - page 1/4
íslenskurtextismörlikið.pdf - page 2/4
íslenskurtextismörlikið.pdf - page 3/4
íslenskurtextismörlikið.pdf - page 4/4

Related documents


slenskurtextismorliki
smjor 10
leni riefenstahl sigur viljans
vizkustykki final2
a2016 02 19 spilafi kn
grein l ti vint r mbl is


Related keywords