PDF Archive

Easily share your PDF documents with your contacts, on the Web and Social Networks.

Share a file Manage my documents Convert Recover PDF Search Help ContactLeni Riefenstahl Sigur viljans .pdf


Original filename: Leni Riefenstahl - Sigur viljans.pdf

This PDF 1.3 document has been sent on pdf-archive.com on 10/10/2012 at 16:00, from IP address 194.144.x.x. The current document download page has been viewed 1229 times.
File size: 2.9 MB (4 pages).
Privacy: public file
Download original PDF file

Document preview


LESBÖK MORGUVBLAÐSINS * MENNING LISTIR
37. TÖLUBLAD - 7Á. ÁRGANGUR

EFNI

ÞORSTEINN EF
„Leikstjóri djöfulsins"

Svo nefnir Halldór Þorsteinsson endurminningar frá námsárum í Parfs á árunum eftir
stríðið, þegar listamenn töldu nauðsynlegan
þátt í menntun sinni að dvelja þar um skeið.
A þessum tíma var þar álitlegur hópur
ungra myndlistarmanna en Halidór segir
líka frá Parísarför Þórbergs Þórðarsonar
og Margrétar konu hans og kostulegu kaffiboði á veitingastaðnum Coupole, þar sem
Halldór Kiljan Laxness og Auður kona hans
buðu íslenskum námsmönnum til veislu.

Leni Riefensthal var
fyrst dansari, síðan leikkona, en sneri sér loks
að kvikmyndagerð og
braut þar allar reglur.
Hún hafði samt mikið til
brunns að bera og
skipti sköpum fyrir
hana að Hitler hreifst af
myndum hennar. Hún
gerði öflugustu áróðursmynd þess tíma, Sigur viljans, árið 1935,
þar sem sögusviðið er
flokksþing nasista í Niirnberg. Enginn kvikmyndamaður í sögunni hefur fengið önnur
eins mannaforráð, segir .lóuas Knútsson í
þessari síðustu grein sinni um sögu þýskra
kvikmynda.

FOSSANIÐUR
Þá væri, Sjáland, sælla hér
sumariðþitt og blómin,
efþú gætir gefíð mér
gamla fossaróminn.
Hefði allur auður þinn
eitthvað slíkt að bjóða,
léti ég fyrir lækinn minn
leikhússaunginn góða.
Þó að vanti þennan nið,
þér fmnst ekki saka;
aungvir hérna, utan við,
eftirþessu taka.
Heima blítt við blómin sín
brekkurnar allar súngu,
því fízmst okkw eingin þín
eins ogvanti túngu.
Okkar sælu sumartíð
sama létta braginn
súngu þeir upp' um alla hlíð
endilángan daginn.

Sample

Péter Nádas

ungverska rithöfundinum hefur stundum verið
líkt við Proust, Mann og
Musil. Gagnrýnendur
lofa hann og hann hefur
slegið í gegn í Bandaríkjunum. Talið er líklegt, að hann verði útnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum,
skrifar Tone Myklebost.

Þó þeir ættu einga sál
eða skiptu hljómi,
súngu þeir heilagt hjartansmál
hver með sínum rómi.

Katla og Kötlugos

Nú er Katla í gjðrgæslu vísindamanna og
búist við gosi einhverntíma áður en langt
líður. Ari Trausti Guðmundsson rifjar upp
gossögu Kötlu, en gos þar hafa haft í för
með sér miklar hafmfarir, bæði öskufall og
ofsaflóð.

FORSÍÐUMYNDIN
Á forsíðunni er hiuti málverksins Átök efnis og anda - Nótt í Hvalfjarðargöngum eftir
Benedikt Gunnarsson, en í Lesbók er samtai við listamanninn í tilefni sýningar á verkum
hans, sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag.

RABB

A

RIÐ 1988 voru gefnar út í
tveimur bindum niðurstöður af viðamikilli athugun á áhrifum loftslags
á landbúnað. Það var
stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna til rannsókna á nytjastarfsemi
(International Institute for Applied Systems
Analysis) sem hóf þetta verk árið 1982 undir
forustu Martins L. Parrys. Vissulega er
nokkuð um liðið frá þessari rannsókn, en
samt tel ég ástæðu til að rifja hana upp því
að frá henni var lítið sagt á sínum tíma og
mér sýnist hún hafa staðist allvel tímans
tönn. Hitabreytingar sem síðan hafa orðið á
jörðinni sýnast í góðu samræmi við tölvuspárnar sem þá var byggt á en samkvæmt
þeim á að hlýna mest á heimskautasvæðum.
Alls tóku meira en 70 rannsóknamenn þátt
í þessu verkefni, þar af sex frá íslandi. Ritin
bera yfirskriftina The Impact of Climatic
Variations on Agriculture og voru gefin út af
Kluwer Academic Publishers, en ritstjórar
voru Martin L. Parry, T. R. Carter og N. T.
Konijn.
Rannsókninni var skipt í tvennt. Fyrra
bindið fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga í
kaldtempruðum og köldum löndum, en hið
síðara um loftslagsáhrif á hálfþurrum landsvæðum. þessi skipting var ekki gerð að
ófyrirsynju, því að mikill eðlismunur áhrifanna reyndist vera á þessum tveimur beltum
jarðar. I kaldari löndum voru það langvinnar
hitabreytingar sem skiptu langmestu máli.
En það kom líka í ljós að í þessum löndum
með svalt loftslag var tækni í landbúnaði
miklu meiri og henni mátti beita til að bregðast við þessum loftslagsbreytingum að ýmsu
leyti. Á þurru og heitu svæðunum voru hins
vegar skammvinnar breytingar úrkomu
mjög afdrifaríkar þar sem þurrkar einstakra
ára geta bókstaflega eyðilagt alla uppskeru,
og fyrir kemur uppskerubrestur fleiri en eitt
ár í röð, en breytingar úrkomu eru miklu
óreglulegri en hitans. Þar eru því vandamálin önnur, og í flestum þessum þurru löndum
er líka fátæktin meiri og fátt tií bjargar þeg-

Hárra fjalia frægðaróð
fossarnir mínir súngu;
það hefur einginn þeirra Ijóð
þýtt á danska túngu.

Þorsteinn Erlingsson, 1858-1914, var frá Hlíðarendakoti í FljótshlíS og þjóSkunnur sem
rómantískt skáld, sem síðar gerSist jafnaSarmaSur og orti í anda raunsæis þar sem deilt
er a ójöfnuð og auðvald. Ekki mátti hann heldur til þess hugsa að fossum væri fórnoS
fyrir orku. Kvæði hans voru mörg sungin og enn er börnum kennt að faro með og
syngja Fyrr var oft í koti kátt... Kvæðasafn Þorsteins, Þyrnar, kom fyrst út 1897. Honum
hefur veriS reistur minnisvarSi í fallegum garSi í HlíSarendakoti.

LOFTSLAGSBREYTINGAR
OG GRÓÐUR

ar illa árar. Allir sem fylgjast með almennum
fréttum þekkja um þetta hörmuleg dæmi,
einkanlega frá Afríku.
Eins og lesandann grunar er athyglinni
beint að þessum tveimur veðurbeltum jarðar
vegna þess að þar eru afleiðingar hitabreytinga og úrkomubrigða meiri en annars staðar.
Þær verða þar skýrari og skiljanlegri en ella.
Eitt af því sem vakti fyrir mönnum var að
meta hvað svonefnd gróðurhúsaáhrif yrðu
mikil á landbúnaðinn. Sérfræðingar í tölvureiknuðum loftslagsspám gerðu áætlun um
hversu mikið mundi hlýna á jörðinni ef gróðurhúsalofttegundir tvöfölduðust frá því sem
þá var, en margir telja að það geti orðið á
næstu öld. En nú er rétt að snúa sér að því
hvað við íslendingarnir höfðum til málanna
að leggja í þessari rannsókn. í yfirliti sem ég
gerði um loftslag á íslandi var greint frá
miklum þrengingum sem þjóðin hefur gengið
í gegnum á liðnum öldum, að öllum líkindum
vegna loftslagsbreytinga sem lýst var eftir
föngum, ekki síst hafísnum og tengslum hans
við lofthitann. Landslaginu og nútímabúskap
var lýst og gerð grein fyrir hvaða breytinga
væri að vænta á hita og úrkomu ef tölvureiknaðar loftslagsspár rættust á næstu öld.
Hitinn átti að hækka um ein fjögur stig á íslandi ef gróðurhúsalofttegundir tvöfölduðust
og úrkoman átti að aukast talsvert í öllum
mánuðum ársins. Það landsvæði sem trjágróður gæti þrifist á samkvæmt sérstakri
loftslagsskilgreiningu Köppens ætti þá að
fjórfaldast. Sú aðlögun mundi þó taka margfalt lengri tíma en hitabreytingin sjálf.
Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir gerðu grein fyrir áhrifum hitans á gras-

vöxt samkvæmt mælingum á tilraunastöðvum. Hlýnun um eina gráðu taldist hafa aukið
vöxtinn um 6-7 hestburði á hektara, einkum
vegna vetrarhlýinda. Þau gerðu síðan grein
fyrir því hvernig kólnun mundi auka kostnað
við mjólkurframleiðslu en hlýnun mundi gera
hana ódýrari.
Ólafur R. Dýrmundsson og Jón Viðar Jónmundsson rannsökuðu áhrif loftslagsbreytinga á fallþunga lamba og töldu að hlýnun
um eina gráðu yki hann um hálft til eitt kílógramm, og vegna meiri grasvaxtar mundi
landið þá bera 10-20% meiri fjárstofn en ella,
með öllum fyrirvörum.
I annarri grein sem ég skrifaði í þetta rit
fjallaði ég um áhrif hitabreytinga á grasvöxt
á öllu landinu samkvæmt búnaðarskýrslum
og veðurathugunum og taldi að hlýnun um
eina gráðu yki sprettuna um ein 15%, eða svo
sem 7 hestburði á hektara árin 1951-1980.
Vegna tvöföldunar gróðurhúsalofttegunda
ætti sprettan þá að aukast um ein 65%. Mér
taldist svo til að vetrarhitinn hefði svo rík
áhrif, meðal annars vegna kalskemmda, að
strax að vorinu væri hægt að bregðast við
óvenjulegu hitafari og ná meðalheyfeng með
því að nota meiri eða minni tilbúinn áburð en
venjulega, ef hann væri sparaður í meðalári
með því að hafa túnin stór. Ég þekki reyndar
bændur sem segjast hafa fylgt þessu ráði
með góðum árangri. Þá taldist mér að vetrarfóður búpenings mundi minnka mikið
vegna mildari vetra og lengra beitartímabils
svo að munaði um 15% fyrir hverja gráðu.
Afleiðingin af meiri grasvexti og minna vetrarfóðri væri að sama túnstærð og áður
mundi bera 30% stærra bú fyrir hverja

Batch PDF Merger

gráðu sem hlýnaði. En ef gróðurhúsalofttegundir tvöfölduðust ættu kýr að þurfa 15%
minna vetrarfóður, en sauðfé og hross helmingi minna en nú. Hver hektari beitilands
mundi þá bera 67% fleira sauðfé en áður, auk
þess sem beitilandið ætti að geta stækkað
mikið vegna loftslagsbreytingarinnar. í stað
þess að bygg nær nú ekki þroska á nema tiltölulega fáum stöðum á landinu ætti það að
geta þroskast á öllum byggðum bólum. Birki
þrífst nú sennilega í þriðjungi byggðanna, en
gæti vaxið alls staðar eftir tvöföldun gróðurhúsalofttegunda. Þá athugaði ég hvernig
mætti bregðast við kaldara loftslagi með
breytilegum áburði, votheysverkun og nægilegu ræktuðu beitilandi, en þess yi'ði að gæta
að loftslagið mundi enn verða breytilegt þó
að það hlýnaði til lengdar.
Bjarni Guðmundsson skrifaði svo yfirlitsgrein þar sem hann lagði áherslu á að landbúnaðurinn þyrfti að vera sjálfbær að sem
mestu leyti, bæði með því að eiga nógar fóðurbirgðir og jafna og bæta árlegan heyfeng
með ýmsum ráðum. Einnig ræddi hann
hvernig bændur gætu nýtt sér hlýrra loftslag
með því að taka nýjar tegundir til ræktunar,
með gætni þó. Hann taldi líka að mikil þörf
væri á að halda áfram rannsóknum á áhrifum
loftslags á landbúnaðinn, meðal annars með
því að draga lærdóma af kuldaskeiðinu á árunum 1965-1970.
Síðan þetta gerðist hefur það komið fram í
rannsókn Jóns Jónssonar fiskifræðings og
samanburði við áætlun um lofthita fyrr á tímum, að sjávarafli hér við land hefur síðustu
aldir farið mikið eftir hitanum, breytist jafnvel um ein 30-40% fyrir hverja hitagráðu, líkt
og afurðir búpenings. Margt bendir til að
hlýnun loftslags, einkum sjávar norður undan, sé nú að auka verulega aflabrögð á miðunum kringum landið. Eins og grasið er forsenda kvikfjárræktarinnar eru plönturnar í
sjónum, aragrúi þörunganna, frumfóður
dýralífs i hafinu. Það ætti því ekki að koma á
óvart að hitinn orki á þennan sjávargróður og
þar með fiskaflann með svipuðum hætti og á
grösin og afkomu bændanna á þurru landi.
PÁLL B E R G Þ Ó R S S O N

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

3

KVIKMYNDAGERÐ I ÞYSKALANDI. ÞRIÐJI HLUTI

Riefenstahl lék í myndinni SOS Eisberg sem
tekin var á Grænlandi árið 1932 eða 1933
. Knut Rasmussen var með í för.
Frumsýning á Sigri viljans f Pýskalandi.

„LEIKSTJORI
DJÖFULSINS"
KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN LENI RIEFENSTAHL

Ljósmynd af Hitler og Riefenstahl. Riefenstahl hefur aldrei leynt því að
hún dáðist að velgjörðarmanni sínum Adolf Hitler.

Riefenstahl braut allar reglur í
kvikmyndaheiminum og gerðist
leikstjóri. I ofanálag sýndi hún
og sannaði með fyrstu mynd
sinni, Bláa Ijósinu (Das Blaue
Licht) að hún hafði meira ti
brunns að bera á þessu sviði
en flestir starfsbræður hennar.
Einn af þeim sem létu heillast
af myndinni var Adolf Hitler.

Riefenstahl heldur innreið sína á breiðtjaldið
í myndinni Fjallinu helga (Der Heilige Berg)
árið 1925.

R

ITGERÐASMIÐURINN snjalli
Kristján Albertsson segir á einum
stað frá því að þeir Guðmundur
Kamban sáu myndina Sigur viljans í Berlín árið 1935. Kristjáni
fannst allur íburðurinn barnalegur og hafði lúmskt gaman af. En
Kamban kom þessi mikla mynd
öðruvísi fyrir sjónir. Þegar þeir komu út greip
hann þéttingsfast í arminn á Kristjáni og sagði
„með hryllingi í svipnum": „Tókstu eftir því
hvernig þeir marséra? Þetta er geðveik þjóð."
Höfundur þessa verks var kona að nafni Leni
Riefenstahl. Sú nafnbót hefur fylgt mörgum
kvikmyndamanni að hann sé „umdeildur". Er
oft ekki átt við annað en að sitt sýnist hverjum
um myndir hlutaðeigandi. Þessi einkunn öðlast
á hinn bóginn nýja merkingu þar sem Leni
Riefenstahl er annars vegar.

Jessie Owen á
Ólympíuleikunum f Berlín.
Ríefenstahl
neitaði að fella
sigur hans út
úr Olympia þótt
yfirvöld færu
fram á það.

K o n a n sem l é l e k k i segjast

Spjótkastari í myndinni Olympia. Mörgum hefur mislíkað hvernig Riefenstahl upphóf mannslíkamann í þessari mynd.

1 2

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. SEPTEMBER 1999

Helena Berta Amalie Riefenstahl fæddist í
Berlín árið 1902. Hún náði von bráðar frama
sem dansmær. Tuttugu og tveggja ára að aldri
var Riefenstahl með fremstu nútímadönsurum
í heimalandi sínu en sleit liðband á sýningu í
Prag og neyddist til að leggja dansskóna á hill-

Ricfenstahl við tökur á Sigri viljans.
urnar á sér enda andaði köldu milli Riefenstahl
og Goebbels.
Ólympiuskcið

Úr myndinni Olympia. Riefenstahl var dansari og kunni að kvikmynda mannslíkamann.

Riefenstahl að störfum í Súdan.

una. Halda mætti að ung kona sem verður fyrir slíkum skakkaföllum væri meira eða minna
upptefld. Því fór fjarri. Leni Riefenstahl lék í
kvikmyndum og gerði garðinn frægan í svonefndum fjallamyndum (Bergfilme). Þessar
myndir skipa nokkra sérstöðu í kvikmyndasögunni þar sem þær voru í raun eina sérþýska
kvikmyndategundin. Riefenstahl var hvatvís,
einþykk og hafði erfiða lund. Orð Bismarcks að
hlutverk konunnar væri fólgið í káunum þremur - Kinder, Kirche und Kiiche - börnum,
kirkju og eldhúsi, voru henni lítt að skapi. Riefenstahl braut allar reglur í kvikmyndaheiminum og gerðist leikstjóri. I ofanálag sýndi hún
og sannaði með fyrstu mynd sinni, Bláa ljósinu
(Das Blaue Licht) að hún hafði meira til
brunns að bera á þessu sviði en flestir starfsbrasður hennar. Einn af þeim sem lét heillast
af myndinni var Adolf Hitler. Foringinn kom
að máli við hana og vildi að hún gerði heimildarmyndir fyrir sig. Hugur Riefenstahl stóð til
leikinna mynda en hún lét tilleiðast. Frægð
hennar og fall voru falin í þessari ákvörðun.

unnar. Sögusvið er flokksþing nasista í Niirnberg árið 1934. Albert Speer skipulagði hátíðahöldin. Sigur viljans er samsafn ólíkra kafla
sem tengjast í- persónu foringjans. Riefenstahl
tókst að gera nasista goðumlíka í myndinni.
Frægast er atriðið þar sem Adolf Hitler svífur
á flugvél niður á jörðu og ber við himin. Annað
skot úr myndinni sem lengi verður í minnum
haft sýnir foringjann þar sem hann stendur
uppréttur í bifreið og líður meðal fjöldans eins
og eitthvert óskilgreint goðmagn beri hann á
höndum sér. Enginn kvikmyndamaður í sögunni hefur fengið þvílík mannaforráð upp í
hendurnar til að gera heimildarmynd. Myndin
var tekin á sex dögum og Riefenstahl hafði á að
skipa 120 manna tökuliði, þar af 40 tökumönnum. Sigur viljans var liður í að efla persónudýrkun á Hitler og sýna þjóðinni fram á að allt
væri með kyrrum kjörum eftir nótt hinna
löngu hnífa þegar útsendarar Hitlers myrtu
Ernst Röhm og lærisveina hans. Josef
Goebbels var þegar hér er komið sögu einvaldur í kvikmyndaheiminum þýska og hafði veg og
vanda að kvikmyndagerð í Þriðja ríkinu. Sigur
viljans var á hinn bóginn gerð að tilstuðlan foringjans og Riefenstahl var skjólstæðingur ríkiskanslarans. Áróðursmálaráðherranum hefur
eflaust þótt sem Hitler tæki fram fyrir hend-

Sigur viljans
Myndin Sigur viljans (Das Triumph des Willens) frá árinu 1935 er öflugasta áróðursverk
samtímans og best gerða heimildarmynd sög-

tárin eru lokaúrræði konunnar. Harmkvælin
hrífa hins vegar ekki lengur á mig."
Riefenstahl leitaði á náðir foringjans og hótaði að flytja úr landi. Hitler leysti Riefenstahl
undan samstarfi við Goebbels og lét hana svara
til Rudolfs Hess. Sigur viljans og Olympia eftir
Riefenstahl eru epískar heimildarmyndir.
Enginn annar kvikmyndamaður hefur náð þvílíku valdi á forminu og Riefenstahl. Eftir á að
hyggja hefði enginn annar en Riefenstahl getað gert Olympia. Hún var dansari, íþróttakona
og listamaður en var að auki
fæddur leiðtogi, hafði til að bera
óvenjulega skipulagsgáfu og gat
verið uppivöðslusöm þegar því var
að skipta. Þessi ólíku eigindi er
sjaldan að finna í einum einstaklingi. Er þetta ef til vill skýringin
á því hvers vegna glæstar heimildarmyndir eftir Riefenstahl eiga
engan sinn líka.

Olympia er af sama toga spunnin og Sigur
viljans. Að þessu sinni hæfðu mikilfengleg efnistök Riefenstahl yrkisefninu betur. Myndin er
ógleymanleg heimild um Ólympíuleikana í
Berlín árið 1936. Verkið er tvímynd og hefst á
loftsýn líkt og Sigur viljans. Atriði sem situr
eftir líkt og greypt í vitund áhorfandans er sigur bandaríska blökkumannsins
Jessie Owens þar sem hann
hleypur eins og svartur stormsveipur og hreppir gullið fyrir
framan nefið á þúsundum manna
sem trúðu því að þeir væru
þeldökkum æðri að upplagi.
Owens vann fern gullverðlaun á
leikunum. Riefenstahl braut blað
í kvikmyndasögunni þegar hún
sýndi Ólympíukappana stinga sér
Riefenstahl i Hollywood
og svífa um í lausu lofti þar sem
þeir keppa í dýfíngum. Þykir
Riefenstahl hélt til Bandaríkjþessi snilldarlega útfærsla á
anna árið 1938 með Olympia í
keppninni
enn
magnaðasta
farteskinu og hugðist vinna lönd í
íþróttaefni sem fest hefur verið á
álfunni. Aðför nasista að gyðingfilmu. Aðferðirnar sem Rium nóttina sem nefnd hefur verið
efenstahl beitti við gerð Olympia
Kristallsnacht eða kristalsnóttin
voru lyginni líkastar. Sérstakir Riefenstahl í Bláa Ijós- var þá í brennidepli um allar jarðturnar og vagnar voru smíðaðir til inu. Myndin var frum- ir. Áðfaranótt 10. nóvember árið
að ná hreyfingum íþróttagarp- raun hennar sem ieik- 1938 braut Hitlersæskan rúður í
stjóri.
anna frá réttu sjónarhorni. Allur
búðum og á heimilum gyðinga um
þessi undirbúningur skilaði sér
gervallt Þýskaland. Þessir æskumenn myrtu

svo

um
munaði. Riefensthal notaði ekki
einu sinni 91 gyðing og 20.000 manns af ættkvísl Abrahams var varpað í fangabúðir. Ameríkumönnþriðjung af því efni sem kvikmyndað var. Hún
eyddi alls 400 km af filmu til að skrá Ólympíu- um hryllti við þessum atburðum. j l Andstæðleikana í Berlín árið 1936 á spjöld sögunnar. ingar nasista í Kaliforniu sáu til þess að RiRiefenstahl lagði gríðarlega vinnu í Olympia og efenstahl kom alls staðar að luktum dyrum.
var á annað ár að klippa myndina og hljóðsetja Menn á borð við Walt Disney hittu Riefenstahl
en hún varði fjórtán mánuðunum í að klippa nánast á laun. Þeir fáu Ameríkumenn sem sáu
Ólympíumyndina voru yfir sig hrifnir enda
Sigur viljans. Segja má að hver klukkustund
hafi skilað sér á breiðtjaldið. Fullkomnunar- hafði einhver vit á því að fella öll skotin af
árátta Riefenstahl skín í gegn og höfundur Hitler úr kynningareintakinu.
leggur alúð við hvern myndramma.
Grimmdarverk i Póllandi
Brátt skarst í odda með Goebbels og RiRiefenstahl lagði nú drög að leikinni mynd
efenstahl en áróðursmálaráðherranum fannst
skörungurinn þjóðinni dýr. Goebbels lýsti um drottninguna Peneþesileu eftir leikriti eftir
Heinrich von Kleist. Þessi litmynd átti að sýna
þessum erjum í dagbók sinni sjötta nóvember
Amasónur og Forn-Grikki takast á. Ef til vill
árið 1936:
„Fráulein Riefenstahl fékk móðursýkiskast þótti Riefenstahl sem hún hefði barist í þessari
þegar ég reyndi að koma vitinu fyrir hana. Það orrustu milli karla og kvenna frá blautu barnser ekki á nokkurn mann leggjandi að vinna beini. Svo kom stríðið. Riefenstahl sá þann
með þessari óhemju. Nú heimtar hún hálfa kost vænstan að snúa sér aftur að gerð heimmiljón marka til viðbótar ... Hún grætur en ildarmynda. Hún hélt í þessum erindagjörð- ►

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

1 3

JÓN FRÁ PALMHOLTI

HUGARFLUG
Ég sé hvernig hafíð bylgjast við blýgráan sandinn
og beittir hnífar klettanna rista í sundur
brimið hvítt aflöðrí í loga frá sól.
I landi er margur sem finnur sér hvergi skjól
ogþar er líka á reiki óhreinn andinn
sem engu lífí þyrmir heims um ból.
Ég festar slít og fer á braut með vindum
flug mitt er draumur um lífán grímmdar og stríðs
um mannlega reisn hins snauða langhrakta lýðs
sem lifir í skugga frá gleðinnar vígreifu tindum.
Ég ferðast íhuganum flýgyfír borgir og daga
ífrjósamrí leit að umrótsins grófu myndum
Riefenstahl verður vitni að ódæðisverki í pólska bænum Kronskie.

um til pólska smábæjarins Kronskie. Þar höfðu
Þjóðverjar fallið fyrir hendi pólskra frelsissinna. Um morguninn varð Riefenstahl vitni að
því að þýskir dátar skutu 30 óbreytta borgara.
Riefenstahl sá í hendi sér að hún vasri ekki efni
í stríðsfréttaritara. Hún sneri sér að leikinni
mynd, Tiefland, en lauk ekki við hana fyrr en
árið 1944. Til er fræg ljósmynd þar sem Riefenstahl öskrar í dauðans ofboði þegar skorhríðin í Konskie hefst. Einhverra hluta vegna
var þessi ljósmynd notuð sem sönnunargagn
gegn henni allt fram á níunda áratuginn.
„Leikstjóri djöfulsins"

Riefenstahl giftist marskálknum og stríðshetjunni Peter Jacob árið 1944. Sama ár lést
faðir Riefenstahl og bróðir hennar lét lífið á
austurvígstöðvunum. Eftir stríðslok var Riefenstahl þurrkuð út af spjöldum kvikmyndasögunnar og henni allar bjargir bannaðar. Þó
hafði hún verið sýknuð og margur dyggur
stuðningsmaður þjóðernisjafnaðarmanna verið
tekinn aftur í sátt. Ef til vill var það gæfa þessara manna að vera síðri listamenn en Riefenstahl. Nú snerust þeir gegn henni sem síst
skyldu. Riefenstahl gekk í ábyrgð fyrir fjölda
manns sem hún forðaði frá fangabúðum eða
þeim dauðadómi að vera sendir í fremstu víglínu. Ekki héldu allir þessir skjólstæðingar
tryggð við hana eftir stríð þótt þeir ættu henni
lífið að launa. Riefenstahl sætti stofufangelsi í
þrjú ár án þess að réttað væri í máli hennar.
Fjölmiðlar í löndum sigurvegaranna höfðu
hana að háði og spotti. Hjónaband hennar og
Jacobs leystist upp undir álaginu. Myndin Tiefland var tekin eignarnámi áður en Riefenstahl gat klárað hana. Blaðaeigandi einn
sem Riefenstahl höfðaði meiðyrðamál gegn
sagði í réttarsalnum: „Myndina Tiefland má
aldrei sýna því að þér eruð leikstjóri djöfulsins." Eignir hennar voru gerðar upptækar og
hún hafði glatað mannorði. Riefenstahl gat
ekki um frjálst höfuð strokið fyrr en hún fékk
aftur starfsleyfi árið 1952. Hún var fjörutíu og
tveggja ára gömul þegar stríðinu lauk. Forsjónin hagaði því til að henni gáfust tækifæri á
sviði sem konur áttu að jafnaði engan aðgang
að. Hún var undantekningarfyrirbæri. Nú
hafði lífið sinn vanagang og æðstu stöður í
kvikmyndaheiminum eingöngu skipaðar körlum. Afrek einu konunnar sem einhvers mátti
sín í þessum iðnaði í meira en hálfa öld frá fæðingu miðilsins voru þöguð í hel.
Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld komu út
„dagbækur" Evu Braun í Frakklandi. Þar lýsir
„höfundur" Riefenstahl tæpitungulaust. Þessar falsanir komu í veg fyrir að Riefenstahl gæti
heimt eigur sínar aftur og risið úr öskustónni í
bráð. Jafnvel kom til tals að Marlene Dietrich
léki Riefenstahl í mynd sem gera átti eftir
„dagbókunum". Orðrómurinn um að Riefenstahl hefði verið frilla Hitlers fékk byr
undir báða vængi. Þessi kvittur á rætur sínar
að rekja til þessara skjala og öfundar starfsbræðra hennar. Árið 1948 var réttað yfir Riefenstahl í Villingen. Úrskurðurinn var sá að
Riefehnstal hefði aldrei verið félagi í þjóðernisjafnaðarflokknum eða viðlíkri hreyfingu.
Nokkursyfirdrepsskapar gætir í þeirri meðferð sem Riefenstahl mátti sæta af hendi
Frakka eftir seinni heimsstyrjöld. Hún hlaut á
sínum tíma verðlaun í París fyrir Sigur viljans
en Fransmennirnir gengu hve harðast fram í
því að Riefenstahl yrði refsað eftir stríð, væntanlega fyrir að gera sömu mynd og þeir sjálfir
höfðu veitt verðlaun.
„ É g war a l d r e i n a s i s l i "

Riefenstahl sást oft í fylgd með foringjanum.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort leikstjórinn
hafi verið í tygjum við Hitler. Sjálf hefur Riefenstahl ætíð þvertekið fyrir það þótt hún hafi
aldreí leynt því að hún dáðist að honum sem

1 4

persónu og leiðtoga. Riefenstahl gekk aldrei í
nasistaflokkinn. Sem listamaður stóð hún í
þakkarskuld við Adolf Hitler og við því hefur
hún gengist. Eigi að síður fær hún sig enn vart
til þess að trúa því að foringinn hafi gerst sekur um grimmdarverk á við helför gyðinga.

en þeirrí sögu mun aldrei haldið til haga.
Þið sem dansið í nótt eltið mig ekki.
Einn mun ég fljúga þá leið sem ég varla þekki.

Sefcur v a r i n n , s a k l a u s b a r i n n ?

Sigur viljans og Olympia höfðu tvímælalaust
áhrif á hverning íþróttaviðburðir eru festir á
filmu og myndirnar marka formbyltingu þar
sem höfundur brúar bilið milli leikinna mynda
og fréttamynda. Því hefur Riefenstahl ekki
einungis verið legið á hálsi fyrir að hafa verið í
slagtogi með nasistum. Henni hefur einnig verið gert að sök að skrumskæla raunveruleikann
umfram það sem tíðkast í heimildarmyndum.
Riefenstahl skipar þá sérstöðu að hún er ekki
einvörðungu höfundur einna merkustu heimildarmynda sem gerðar hafa verið heldur eru
einu menningarverðmæti sem þriðja ríkið
skildi eftir sig undan hennar rifjum runnin.
Margir samstarfsmenn Riefenstahl voru
flokknum lítt þóknanlegir en fengu að vera óareittir í skjóli hennar. Riefenstahl var talið til
tekna eftir stríð að hún starfaði fúslega með
gyðingum og mönnum sem ekki voru af arísku
bergi brotnir. Sigur viljans var gerð áður en
lög til höfuðs gyðingum höfðu verið sett. Auk
þess var Riefenstahl ekki svo spámannlega
vaxin að hún gæti séð fyrir að Hitler ætti fyrir
höndum að heyja seinni heimsstyrjöld. Arið
1956 hóf Riefenstahl gerð myndarinnar Black
Cargo um þrælahaJd í Afríku en myndin eyðilagðist í framköllun. Hún sneri sér að ljósmyndun og dvaldi um áraraðir í Afríku enda
kemur næmt myndauga hennar fram í öllum
myndum sem hún hefur gert.
Sá y ð a r sem syndlaus e r . . .

Engum blöðum er um það að fletta að Riefenstahl var á mála hjá nasistum. Nafn hennar tengist mestu grimmdarverkum sögunnar.
En hvers eðlis voru þessi tengsl? Orlög mynda
á borð við Sigur viljans vekja spurningar sem
ekki er auðsvarað, um ábyrgð höfundar á listaverki og saknæmi einstaklings á ófriðartímum.
Hvað má segja um frábært listaverk sem unnið
er í þágu vonds málstaðar? Er Olympia fasísk
mynd? Er upphafníng mannslfkamans fasísk í
eðli sínu? Er unnt að verja Olympia á þeim forsendum að yerkið sé lofsöngur til þýsku þjóðarinnar og Olympíuleikanna en ekki flokksins?
Tvær kynslóðir hafa nú vaxið úr grasi á friðartímum í Vestur-Evrópu og vita vart hvílíka afarkosti stríð og harðstjórar setja mönnum. Að
hve miklu leyti ber áhorfandinn sjálfur ábyrgð
á því að vega og meta sannleiksgildi þess sem
fyrir hann er borið? Dómur sögunnar hefur
enn ekki verið kveðinn upp.
Sjálfsævisaga Riefenstahl, Minningar, er
það sem Rómverjar kölluðu aplogia pro vita
sua eða varnarræða í sjálfsævisöguformi. Gat
nokkur maður komist af í þriðja ríkinu eða lifað heimsstyrjöldina af án þess að misbjóða
sæmd sinni? Var Riefenstahl tækifærissinni
eða fórnarlamb? Sjálf telur þessi mikla kvikmyndakona að líf hennar hafí verið ein allsherjar tímaskekkja. Hvað sem öðru líður hefur
hún lifað í hartnær heila öld og enginn hefur
sýnt fram á að hún hafi nokkru sinni gert öðrum mein að yfirlögðu ráði. Kvikmyndakonan
lagði nasistum ekki lið sem áróðursmeistari á
stríðsárunum þótt alþjóð vissi hvers hún var
megnug í þeirri grein. Skinhelgi og sleggjudómar síðari kynslóða hafa verið með ólíkindum. Leni Riefenstahl var 91 árs þegar merk
heimildarmynd var gerð um hana og stundaði
þá köfun af miklum eldmóð. Riefenstahl var
mikil fjallgöngukona enda komst hún í efstu
hæðir á sviði heimildarmynda. Hún hefur trónað á þessum tindi nánast alla öldina þótt oft
hafi svo sannarlega væst um hana.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

HORÐUR GUNNARSSON

AU.Þ.H.BB.BH.
Syngur nafn hennar mjúkraddaður, titrandi í byrjun, þrisvar sinnum út um
glugga. Adidasklæddu löngunarhandleggirnir, handarbökin, hvfla volg undir
hökuljósinu sem færist upp leikmjúkan dapurleikann.
Veit af nærveru hennar hjá enn mýkri dapurleik.
Eyrun örlitlu, útstæðu, hlustandi á birtusögu, fyrir svefninn.
Hún stendur uppi á íkeakollinum og syngur blástúlkulega, um hann Óla sem
... syngur söngva ... minnið leitar ekki eftir textum ... það er leikur að læra ...
það er barnaleikur að læra ... situr við púsl með nokkrum börnum ... pabbi...
ég ra púsla ... komdu ... hvar á þetta að vera ... þetta er pabbahundur ... bendir
á sanktibernharðs hund með hjálparbrúsa ... meðan faðirinn hugsar um úrræðaleysið ... úrræðaleysið yfir þessari skondnu samlíkingu.
Hún þekkir alltaf snuðin sín, betur en fóstrurnar ... stundum verður ákveðni
hennar til gráts ... hún heldur kannski betur ... hugsar einhver, um hugsanir
raunreyndrar konu ... mjúkrödd sem heyrist hvergi ... nema hún heyrist ... í
söng... í ljósviðarkassa heima hjá mýksta dapurleikanum ... í laufinu ... engjunum ... þar sem stelpa gengur með bróður sínum í ljósinu ... eftir göngustíg ...
sem fáir skynja sem göngustíg... heldur margfarna leið sem ætti að malbika...
meðan grjóthleðsla gefur til kynna fornan veg ... og sjávargrjótið minnir fullorðinn föður ... móður ... eða ungmenni ... jafnvel barn ... á veru vatnsins yfir
öllu þessu saknaðarhverfi.
Höfundurinn er nemandi í Reykjavík.

ORSOGUR
EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR
RUMIÐ

Það var einu sinni hjá okkur mállaus stúlka. Við lögðum hana í rúmið
hjá lömuðu stúlkunni og lamaða stúlkan sagði henni sögur svo að einn daginn fékk mállausa stúlkan röddina og söng fyrir lömuðu stúlkuna sem fékk
máttinn í fæturna og varð með tímanum frægur dansari. Þær fóru um víða
veröld, önnur söng en hin dansaði, en þær héldu alltaf tryggð við okkur og
komu stundum til okkar til að leggja sig í rúmið og ef þær gátu ekki komið
því við vegna tíðra bókana, létu þær þess getið í bréfum sínum, að þær
gerðu það í huganum. Það má gera ráð fyrír að það hafi verið þess vegna
sem við heyrðum oft andardrátt þeirra úr rúminu sem var, þegar grannt
var hlustað, einn og sami andardrátturinn. 0 já.
DÚKURINN

Einu sinni var töfraundrasnillingsvillings tötrum klætt og kurteist villiblóma lækjarfjallabarn, og þetta barn sem nú hefur verið sagt frá, átti þrjá
hluti í aleigu sinni, hryggjarlið, stein og ávöxt. Barnið í sögunni bjó á
ströndinni eins og öll svona börn, og þegar fjaraði út fann barnið borð sem
þakið var grænu þangi og þar lagði barnið sig. Eina sem barnið vantaði og
dreymdi um var hvítur dúkur. Og hvflíkur dúkur. í draumnum náði hann
um alla ströndina. Nema þetta hafi verið örlítill dúkur og barnið ljósið.
Höfundurinn er skáld í Reykjavík.


Leni Riefenstahl - Sigur viljans.pdf - page 1/4
Leni Riefenstahl - Sigur viljans.pdf - page 2/4
Leni Riefenstahl - Sigur viljans.pdf - page 3/4
Leni Riefenstahl - Sigur viljans.pdf - page 4/4

Related documents


leni riefenstahl sigur viljans
a2016 02 19 spilafi kn
vizkustykki final2
kd baenarefni
a2016 02 19 jo aratkv i
a2016 02 19 bretarogesb


Related keywords