Vorboðinn 2013 (PDF)




File information


This PDF 1.4 document has been generated by Adobe InDesign CS5 (7.0) / Adobe PDF Library 9.9, and has been sent on pdf-archive.com on 19/04/2013 at 22:07, from IP address 85.220.x.x. The current document download page has been viewed 2327 times.
File size: 9.77 MB (44 pages).
Privacy: public file
















File preview


VORBOÐINN

OPIÐ HÚS
Í GARÐYRKJUSKÓLANUM
Á REYKJUM Í ÖLFUSI
FIMMtUdAGINN 25. APRÍL 2013

T il að fagna komu sumars höldum við okkar

árlega opna hús á Reykjum, fyrsta dag sumars,
fimmtudaginn 25. apríl næst komandi. Með dyggri
aðstoð starfsfólks munu nemendur Garð yrkju skóla
Landbúnaðar háskóla Íslands standa fyrir fjölbreyttri
og skemmti legri dagskrá í húsakynnum og á
útisvæði skólans.

Allir finnA eitthvAð við sitt hæfi

Tekið verður á móti gestum á milli klukkan 10:00 og
18:00, sem þá geta notið dagsins í fallegu umhverfi
og tekið þátt í dagskránni. Garðyrkjuverðlaun
Landbúnaðarháskólans 2013 og Umhverfis verðlaun
Hveragerðisbæjar verða veitt og börn og fullorðnir
geta leikið sér í guðs grænni náttúrunni, farið í
ratleiki, skoðað hitabeltisplöntur, svipast um í
bananahúsi og margt fleira, sér til gagns og gamans.
Þá verður meðal annars á staðnum grænmetis og
blómasala, okkar víðfræga hnúðkál verður fáanlegt
og ýmis fyrirtæki verða með kynningar og tilboð á
garðyrkjutengdum vörum.

Garðyrkjunemar Landbúnaðarháskóla Íslands

á og
Takið daginn fr
í
verið velkomin
ýrð
heimsókn í liTad
og
ævinTýralands
m!
skóga á reykju

EfNIsyfIRlIt VORBOÐaNs 2013
Pistill ritstjóra .......................................................................................................................................................... 4
Garðyrkjunám á Reykjum frá 1939 ...................................................................................................................... 6
Opið hús í Garðyrkjuskólanum ............................................................................................................................ 8
Blómin og feng shui ............................................................................................................................................. 10
Yndisgróður .......................................................................................................................................................... 12
Pottaplöntur ......................................................................................................................................................... 16
Viðtöl við nemendur............................................................................................................................................ 18
Lífræn ræktun fyrir okkur og fyrir framtíðina ................................................................................................... 20
Starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum ........................................................................................................... 24
Um nám á blómaskreytingabraut ....................................................................................................................... 26
Illgresi í görðum ................................................................................................................................................... 28
Aðferðir við runnaklippingar, aðfarir að trjám ................................................................................................. 30
Samband náttúrulegs umhverfis og geðheilbrigðis ........................................................................................... 32
Í nám á ný – Auður I. Ottesen sótt heim ............................................................................................................ 36
Um ræktun ávaxtatrjáa ........................................................................................................................................ 38
Kaktusgarðurinn í Lanzarote............................................................................................................................... 40
Vísnagátur Sjössa .................................................................................................................................................. 41
Föndurhorn Völu ................................................................................................................................................. 42
Ritstjórn: Ólafur Þórarinsson, ritstjóri,
Oddrún Sigurðardóttir, auglýsingarstjóri
Sigurður I. Einarsson, blaðamaður
Umbrot: Sigrún Sæmundsdóttir
Prentun: Litlaprent
Forsíðumynd: Þórarinn Ólafsson
Ljósmyndir: Auður I. Ottesen, Ágústa Erlingsdóttir, Áskell Þórisson,
Bergþóra B. Karlsdóttir, Einar S. Einarsson, Guðríður Helgadóttir,
Helga S. L. Bachmann, Helga Þ. Þorbjarnardóttir, Magnús Jónasson,
Maritza S. J. Sepulveda, Marín Ásmundardóttir, Páll J. Pétursson,
Sigurður I. Einarsson, Þórarinn Ólafsson
Ábyrgðarmaður: Ólafur Þórarinsson

VORBOÐINN 2013 | 3

PIstIll RItsjóRa
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
frjóvgar og blessun færir.
Jónas Hallgrímsson

N

ú vöknum við fyrr og verðum fljótari á
fætur á morgnana. Við verðum fljótari
út á daginn og lengur úti á kvöldin. Við
verðum glaðari og brosum meir, leikum
okkur og hlæjum meir og skemmtum okkur
betur. Orðinu kreppa bregður ekki jafn oft
fyrir heldur tölum við í staðinn um gleðina
og ástina því það er að koma sumar.
Þegar sólin hækkar á lofti og náttúran lifnar
við eftir vetrardvala berst krafturinn í
gróðurinn og dýrin. En náttúran hleypir
krafti í okkur mennina líka. Við gerum
okkur kannski ekki fulla grein fyrir því hve
mikil áhrif vorið hefur á okkur en við
finnum það samt á líkamanum og sinninu.
Við skiljum ekki til fullnustu hvernig og
hversu mikil heilsubótaráhrif náttúrulegt
umhverfi hefur á okkur en um rannsóknir á
því fjallar í einni af greinum blaðsins.
Og þvílík áhrif. Ferska loftið og fjallasýnin,
eldheit sólin og svalandi regnið. Berfætt í
grasinu, böðuð í dögginni, kitlar lyng, angan
gróðurs, blómailmur, rósa. Brestir trjánna
og brak í greinum, lækjarniður og hvísl í
laufum. Skvaldur fugla, þrastasöngur,
kvakað, tíst og líka krunkað. Mjálmað,
jarmað, gargað og gelt, hrín og rumur,
beljará, fossar og heljardynur. Og svalur
úðinn.

4 | VORBOÐINN 2013

RItstjóRN VORBOÐaNs (f.V.) ólafuR ÞóRaRINssON, OddRúN sIguRÐaRdóttIR Og
sIguRÐuR INgI EINaRssON.

Orð geta yljað um stund en megna ekki að
koma í stað upplifunarinnar á náttúru­
öflunum. Í þessu blaði er að finna ýmis ráð
fyrir þá sem vilja nota sólarkraftana í
garðyrkju og til að skreyta heima við eða,
eins og Guðrún nefnir í merkilegri grein, til
að hreinsa og bæta loftið á heimilum og
vinnustöðum. Helga Þor fjallar um listina
feng sui og segir þar meðal annars að fagrar
myndir geti veitt svipaða örvun og
raunverulegar plöntur. Um það þarf ekki að
efast, lítð bara aftur á mynd Þórarins
Ólafssonar á forsíðu eða aðrar fallegar
myndir sem blaðið prýða.
Það kennir ýmissa grasa, til dæmis fjallar um
ræktun ávaxtatrjáa, trjáklippingar, illgresis­
hreinsun og lífræna ræktun. Einnig föndrar
Valgerður Eva með okkur bráðsniðuga
grashausa, ehemm, skemmtileg viðtöl eru í
blaðinu og þar má einnig finna vísnagátur
Sigurbjörns Ólasonar. Vilji fólk spreyta sig á
þeim þarf aðeins að heimsækja vefsíðu Sjössa

og stimpla inn númer gátu og svar hennar
og þrýsta svo á hnappinn. Slóðin á síðuna er
http://heim.simnet.is/sjossi/.
Ritstjórn hefur nú lokið störfum sínum og
þakkar öllum sem að blaðinu komu.
Persónulega vil ég þakka Áskeli Þórissyni
fyrir lipurð og liðsinni sem reyndist mér
mjög vel. Þá vill ritstjórn færa tækni­ og
umhverfissviði Garðabæjar og Félagi iðn­ og
tæknigreina sérstakar þakkir fyrir rausnar­
legan stuðning við útgáfu þessa blaðs.
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs
sumars bjóðum við öllum á opið hús hér á
Reykjum á sumardaginn fyrsta, fimmtu­
daginn 25. apríl.
Verið velkomin!
f.h. ritstjórnar,
Ólafur Þórarinsson
Ritstjóri Vorboðans 2013

HÁSKÓLI
LÍFS OG LANDS
www.lbhi.is

gaRÐyRkjuNám á
REykjum fRá 1939
GUÐRÍÐUR HELGAdÓttIR, GARÐYRKJUFRæÐINGUR OG
FORStÖÐUMAÐUR StARFS­ OG ENdURMENNtUNARdEILdAR LBHÍ

G

arðyrkjuskóli ríkisins var stofnaður á
Reykjum í Ölfusi árið 1939. Var það að
frumkvæði Jónasar frá Hriflu sem beitti sér
fyrir því að ríkið keypti Reykjatorfuna svo­
kölluðu árið 1930. Um það leyti sem
Garðyrkjuskólinn var stofnaður voru
Íslendingar að komast upp á lag með að nýta
jarðhita til kyndingar og til að hita upp
gróðurhús og almenn meðvitund um gildi
ræktunar fór vaxandi jafnt og þétt. Með
tilkomu Garðyrkjuskólans varð til formleg
menntun fyrir garðyrkjumenn. Ein af
ástæðum þess að skólinn var staðsettur á
Reykjum í Ölfusi var einmitt jarðhitinn sem
þar er nóg af en jafnframt eru allar ræktunar­
aðstæður þar hinar bestu, hlýtt loftslag og
töluverð úrkoma árið um kring.
Á fyrstu árum skólans lærðu allir nemendur
alhliða garðyrkju en árið 1967 var stofnuð
skrúðgarðyrkjubraut við skólann. Skrúð­
garðyrkjan er eina grein garðyrkjunnar sem
er lögfest iðngrein. Brautunum fjölgaði svo
jafnt og þétt; árið 1978 kom garðplöntubraut
til sögunnar, 1988 blómaskreytingabraut,
umhverfisbraut 1990 og skógræktarbraut
2002. Nokkrar breytingar hafa orðið á
skipulagi brautanna í tímans rás eftir því
hvernig viðkomandi faggreinar hafa þróast. Í
dag er boðið upp á nám á fimm brautum
garðyrkju: blómaskreytingum, garð­ og
skógarplöntuframleiðslu, skógrækt og
náttúru, skrúðgarðyrkju og ylrækt.

6 | VORBOÐINN 2013

Þann 1. janúar 2005 varð Garðyrkjuskóli
ríkisins hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands.
Nám í garðyrkju hefur alla tíð verið á
framhaldsskólastigi og því urðu garðyrkju­
brautirnar hluti af starfs­ og endurmennt­
unardeild LbhÍ, ásamt búfræðinámi á
Hvanneyri (sem áður var Bændaskólinn á
Hvanneyri) og endurmenntunarhluta
skólans. Auk starfs­ og endurmenntunar­
deildar eru tvær háskóladeildir innan LbhÍ,
auðlindadeild og umhverfisdeild. Kennsla í
háskóladeildum og búfræði fer fram á
Hvanneyri en garðyrkjubrautirnar eru
staðsettar á Reykjum.

hefur náðst lágmarksfjöldi nemenda til að
kenna á þeirri braut.

Aðsókn í garðyrkjunám hefur lengi verið
stöðug en á árunum frá 2008 hefur aðsóknin
aukist verulega. Nokkuð er breytilegt hvaða
brautir eru vinsælastar milli árganga. Aðsókn
að garð­ og skógarplöntubraut og skrúðgarð­
yrkjubraut er yfirleitt svipuð en sveiflast
meira milli hinna brautanna. Þannig var
ylræktarbraut ekki kennd um fjögurra ára
skeið vegna dræmrar aðsóknar en þau
gleðitíðindi áttu sér stað haustið 2010 að 17
nemendur hófu nám á ylræktarbraut.
Vinsældirnar hafa ekki dalað því haustið 2012
mættu 18 nemendur til leiks í ylræktinni.
Aðsókn að braut skógar og náttúru var ekki
nægileg til að hægt væri að hefja kennslu
haustið 2012 þannig að sú braut er í hvíld í
bili. Blómaskreytingabrautin hefur aðeins átt
erfitt uppdráttar frá hruni en sem betur fer

Garðyrkja hefur átt auknum vinsældum að
fagna í þjóðfélaginu undanfarin ár. Einkum
virðist gífurlegur áhugi á ræktun nytjajurta
hvers konar. Vinsældir sem þessar kalla á
fleira faglært fólk í garðyrkju því eftirspurn
eftir hvers konar ráðgjöf vex samhliða.
Framleiðsla grænmetis og ávaxta hefur
einnig aukist mikið og enn virðist markað­
urinn ekki vera mettur. Þar eru því
sannarlega tækifæri fyrir ungt og vel
menntað fólk að hasla sér völl. Í raun má
segja að tækifærin innan garðyrkjunnar séu
óþrjótandi, við höfum jarðhitann, kalda
vatnið, hreina loftið og duglega fólkið, það
eina sem takmarkar er eigið hugmyndaflug.

Nám í garðyrkju er byggt þannig upp að
teknar eru fjórar annir í Garðyrkjuskólanum
og 60 vikur í verknámi á verknámsstað sem
skólinn samþykkir. Nemendur útskrifast úr
garðyrkjunámi þegar þeir hafa lokið bæði
bók­ og verknámi. Frá hruni hefur nokkuð
borið á því að garðyrkjunemar eigi erfitt með
að komast í verknám en sú staða virðist vera
að breytast. Jafnframt er atvinnuleysi meðal
garðyrkjufræðinga mjög lítið og fólk með
þessa menntun eftirsótt á vinnumarkaði.

Akralind 4 201 Kópavogi sími 544-4656, fax 544-4657, www.mhg.is

ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN

VORBOÐINN 2013 | 7

OPIÐ Hús Í
gaRÐyRkju­
skólaNum!
s

umardaginn fyrsta, ár hvert,
hefur garðyrkjuskóli Íslands á
Reykjum í Hveragerði opnað dyr
sínar og gefið almenningi kost á að
skoða það umhverfi sem mótar
garðyrkjufræðinga framtíðarinnar.
Ýmislegt skemmtilegt stendur
gestum til boða á þessum degi. sem
dæmi má nefna hátíðardagskrá
skólans, þar sem veittar verða viður­
kenningar til einstaklinga innan
garðyrkjugeirans sem þykja hafa
sinnt starfi sínu með sóma. Einnig
verða nemendur með sína lands­
þekktu grænmetis­ og ávaxtasölu.
Þar ber hæst að nefna hið einstaka
hnúðkál sem verður á boðstólum nú,
sem endranær, því eins og frægt er
orðið er ekki óalgengt að fólk mæti
löngu fyrir opnun til þess eins að
tryggja sér kálhaus eða tvo. Í matsal
skólans verða venju samkvæmt seldar
heitar vöfflur og kakó en sú hefð er
orðin órjúfanlegur hluti hátíðarhalds
þessa dags og óslitin allt frá upphafi.
Þá geta gestir gengið stuttan túr að
verknámshúsi skólans þar sem seldar
verða grillaðar pylsur og gos, svo og
ís fyrir þá sem vilja kæla sig niður í
veðurblíðu fyrsta dags sumars.
Bananahús skólans mun standa
gestum opið, þar sem er stærsta
bananaræktun Evrópu innanum
aragrúa hitabeltisplantna. sjón er
sögu ríkari og hver veit nema að apar
láti sjá sig. kynningarbásar verða
staðsettir víða á skólalóðinni, bæði í
skólabyggingunni og verknáms­
húsinu. Þar munu ýmis fyrirtæki sem
tengjast garðyrkjugeiranum kynna
starfsemi sína og bjóða vörur á
tilboðsverði. Þar verður margt
nytsamlegt að finna. auðvitað mun
yngsta kynslóðin finna sitthvað við
sitt hæfi á svæðinu, okkar stóru
grænu tún og skóga, og þau sem vilja

8 | VORBOÐINN 2013

geta tekið þátt í ratleik á meðan
fullorðna fólkið sinnir sínum
málefnum.
með sannri ánægju bjóðum við
garðyrkjunemar ykkur öll á hátíð í
skólanum okkar á sumardaginn
fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verið
velkomin!
Fyrir hönd garðyrkjunema,
Björgvin Már Vigfússon
Skrúðgarðyrkjunemi og skólaráðsforseti.

sumaR­
daguRIN
fyRstI, N
fIm
mtudagI
NN
25. aPRÍl

VORBOÐINN 2013 | 9

BlómIN
Og fENg sHuI
tExtI OG MYNdIR: HELGA ÞOR ÞORBJARNARdÓttIR,
NEMI Á SKRúÐGARÐYRKJUBRAUt
HVÍtuR lItuR tákNaR faRsæld Í staRfI.

HVaÐ ER fENg suI?
Feng Shui eru fræði sem hafa þróast í meira
en 3.000 ár í Kína. Þau byggja á viðamikilli
þekkingu og eru ætluð til að framkalla
jafnvægi á orku í hvaða rými sem er til að
tryggja sem besta heilsu og vellíðan og
velgengni fyrir fólk sem í því býr. Feng shui
birtist okkur sem nokkurskonar hönnunar­
fræði og stefna í arkitektúr, utan­ sem
innanhúss, en hugmyndafræðin er reist á
heimspeki taóista og skilningi þeirra á
náttúrunni, sérstaklega þeirri hugmynd um
að landið sé lifandi og fyllt af chi, eða orku.
Hugtakið chi stendur fyrir alheimsorkuna –
orkuna sem er í manneskjunni, í byggingum
og utan þeirra og fyllir í raun öll rými.

PlöNtuR Og áHRIf ÞEIRRa
Fegurð og þokki einkennir blóm og þau eru
notuð í feng shui til að ýta undir jafnvægi og
heilun. Þau eru jafnframt notuð til að færa
íbúum velgengni og efla jákvæða orku inni á
heimilum og í daglegu lífi þeirra sem stunda
hin fornu fræði. Suðrænar plöntur og blóm
eru mikið notaðar á heimilum þar sem feng
shui er ástundað vegna þess að þau stuðla að
jákvæðum vexti og heilbrigði. Þessar plöntur
eru taldar hafa hreinsandi áhrif á neikvætt
andrúmsloft á heimilum og eru einnig
notaðar í því skyni.
Litir gegna mikilvægu hlutverki í fræðunum
og hefur hver litur sína sérstöku meiningu.
Þannig er fjólublátt tákn hvatningar og
frama, kremlitir merkja þekkingu, visku og
menntun og grænt og brúnt eru litir
heilbrigðis, fjölskyldu, jafnvægis og tákna
nýtt upphaf. Ljósgrænt tengist auði,
allsnægtum og velmegun og gulur tengist
samböndum, rómantík og hjónabandi. Með
blómum má draga til sín þá þætti sem litir
þeirra tákna og auðga þannig líf sitt. Rauðir
og bleikir litir, tákn um hamingju, langlífi og

10 | VORBOÐINN 2013

viðurkenningu, styrkja því ást og kærleika í
samböndum. Einnig er hægt að notast við
áþekka liti eins og appelsínugulan og djúp
laxableikan. Þá hafa hvít blóm góð áhrif á
farsæld í starfi.
Litir blóma eru mikilvægir fyrir myndun á
jákvæðu flæði en lauf blómanna eru talin
þeim jafn mikilvæg. Þannig færa plöntur
með kringlótt lauf meiri kvenkynsorku,
nefnt yin, inn á heimilið. Því meira yin sem
er á heimilinu, því rólegra er umhverfið.
Feng Shui snýst ekki einungis um
staðsetningu og fyrirkomuleg til að efla
velferð heldur einnig um tölfræði. Röðun
blóma í ákveðnum fjölda getur því viðhaldið
áhrifum þeirra. talan þrír er mest notuð á
heimilum vegna þess að talan hjálpar til við
að rétta af sambönd sem eru í uppnámi.

HVÍtuR tIl faRsældaR.

Blóm ERu öllum tIl yNdIs­
auka
Öll blóm og allar plöntur sem koma inn á
heimili ættu að vera lifandi og heilbrigð.
dauð eða deyjandi blóm ætti að fjarlægja
strax vegna þess að þau geta haft neikvæð
áhrif á íverustaði. Hægt er að nota myndir og
silkiblóm til að auka jákvæð áhrif feng shui
en fersk blóm eru þó alltaf besti valkosturinn
og stuðla að mestum árangri. Mikið listfengi
og innsæi býr að baki vali blóma og merkingu
þeirra innan fræðanna. En jafnvel þótt fólk
vantreysti heimspekinni, hafni fræðunum,
aðhyllist aðrar stefnur eða bara enga sérstaka,
þegar að vali á blómum kemur þá ættu allir
að geta verið sammála um það að blómin ein
og sér glæða umhverfið lífi og eru til
yndisauka.

RauÐuR, ÞVÍ ÞaÐ ER aldREI Of mIkIÐ af
ást.

RómaNtÍkIN BÝR Í gulum lItum.

Garðyrkjufélag Íslands - stofnað 1885
Heimasíðan lifandi og full af fróðleik um gróður
www.gardurinn.is
VORBOÐINN 2013 | 11

yNdIsgRóÐuR – gaRЭ Og
laNdslagsPlöNtuR fyRIR
ÍslENskaR aÐstæÐuR
ANNA SIF INGIMARSdÓttIR, BS. UMHVERFISSKIPULAG OG NEMI Í YLRæKt VIÐ GARÐYRKJUSKÓLA LBHÍ
OG SAMSON BJARNAR HARÐARSON, LEKtOR Í LANdSLAGSARKItEKtúR VIÐ LANdBúNAÐARHÁSKÓLA
ÍSLANdS. LJÓSMYNdIR: SAMSON B. HARÐARSON

RaNNsókNIR á gaRЭ Og
laNdslagsPlöNtum
Verkefnið Yndisgróður hefur nú verið
starfrækt í rúm fimm ár og hefur frá upphafi
haft að leiðarljósi að afla sem mestra
upplýsinga um garð­ og landslagsplöntur
sem eru í ræktun hérlendis og skrásetja þær
og rannsaka eins og kostur gefst. Jafnframt
hefur verið lögð áhersla á að miðla
upplýsingum til ræktenda og notenda og er
það meðal annars gert á heimasíðu
verkefnisins http://yndisgrodur.lbhi.is/.
tré og runnar eru megin efniviður í upp­
byggingu garða, skjólbelta og skóga. Það er
því eðlilegt að leitast sé við að velja hverju
sinni bestu tegundir og yrki sem völ er á.
trjáplöntur sem við gróðursetjum móta
landslag framtíðarinnar og því verður að
gera kröfur til þeirra að þær séu harðgerðar
og þjóni því hlutverki sem þeim er ætlað.
Aðstæður og umhverfi og tilgangur

12 | VORBOÐINN 2013

ræktunar getur verið breytilegur en almennt
þurfa plönturnar sem við veljum okkur að
vera langlífar, viðhaldslitlar og hentugar
hlutverkinu sem þeim er ætlað og að
sjálfsögðu fallegar.
Hingað til hafa tiltölulega fáar tegundir og
yrki trjáa og runna verið í almennri notkun
í garð­ og skógrækt. Af ýmsum ástæðum
henta sumar þessara tegunda illa sínum
hlutverkum þrátt fyrir að vera taldar
harðgerðar. Algengustu gallarnir tengjast
eiginleikum svokallaðra frumherjategunda,
t.d. víðitegunda, sem eru skammlífar,
hraðvaxta, endingarlitlar og með lítið
skuggþol. Aðrar plöntur hafa einhverra
hluta vegna ekki komist í almenna notkun
þrátt fyrir að þær hafi lengi reynst vel í
ræktun. Sum yrki eru flutt inn árlega og seld
í verulegu magni þó vitað sé að þau henti illa
við íslenskar aðstæður.

Mikil þörf hefur verið á rannsóknum á
plöntum sem gætu hentað í græn svæði, allt
frá einkagörðum til stórra opinna svæða og
skjólbelta. Rannsóknir hafa fyrst og fremst
beinst að tegundum í skógrækt og
frumherjategundum í skjólbeltarækt en
þrátt fyrir litlar rannsóknir á sviði garð­ og
landslagsplantna er mikil reynsla og þekking
til staðar, bæði hjá garðplöntuframleiðendum
og áhugamönnum um ræktun. Þessi reynsla
og þekking geymir mögulega mjög
mikilvægar upplýsingar en er þó oftar en
ekki einungis til í formi munnlegra heimilda
sem geymdar eru á óaðgengilegan hátt í
höfðum einstaka ræktenda og reynslubolta
en hvergi skráðar.

Eitt helsta verkefni Yndisgróðurs hefur verið
að koma upp klónasöfnum og sýnis­ og
tilraunareitum á nokkrum stöðum á
landinu. Þessir reitir, sem eru sex talsins, eru
til hægindaauka kallaðir Yndisgarðar og eru
staðsettir á Reykjum í Ölfusi, á Blönduósi, í
Sandgerði, í Laugardal í Reykjavík, í Fossvogi
í Kópavogi og á Hvanneyri í Borgarfirði. Við
val staða var haft í huga að tilraunareitir
gæfu sem besta mynd af mismunandi
veðurfarsskilyrðum á Íslandi og að þeir
endurspegluðu mikilvæg markaðssvæði fyrir
garð­ og landslagsplöntur. Þegar þetta er
skrifað hafa verið gróðursett um 450 yrki
plantna í garðana.
Yndisgarðar hafa þríþættan tilgang; sem

klónasöfn til varðveislu plöntutegunda, sem
tilraunareitir fyrir samanburðarrannsóknir
og sem sýnireitir fyrir fagfólk og almenning.
Söfn Yndisgróðurs munu á komandi árum
vera vettvangur fyrir áframhaldandi rann­
sóknir á íslenskum garð­ og landslags­
plöntum og hafa þegar gefið af sér miklar
upplýsingar sem safna þarf til úrvinnslu. Nú
er kjörið tækifæri fyrir námsmenn og
rannsóknarfólk að nýta sér söfnin til vinnu
sinnar og býður Yndisgróður öllum áhuga­
sömum til samstarfs. Verkefnalistinn er svo
að segja óþrjótandi og fjölmargt mætti
skoða. Eftirfarandi listi lýsir aðeins nokkrum
hugmyndum að áhugaverðum rannsóknar­
verkefnum sem gera mætti í samstarfi við
Yndisgróður:

Rannsókn á fjölgun ákveðinna tegunda, t.d. eini,
rifstegundum (vetrargræðlingum), sýrenum o.fl.
Rannsókn á blómgun sýrena, heggs, meyjarósa,
fjallarósa, sunnukvists o.fl.
Könnun haustlita tegunda og yrkja í söfnum Yndisgróðurs
á Reykjum, Blönduósi, Sandgerði og Fossvogi.
Könnun á laufgun tegunda og yrkja í söfnum
Yndisgróðurs á Reykjum, Blönduósi, Sandgerði og
Fossvogi.
Rannsókn ryðs í íslenskum víðiyrkjum, s.s. yrkjum
grásteinavíðis, rökkurvíðis og hreggstaðavíðis.
Könnun þrifa ákveðinna tegunda í mismunandi görðum
Yndisgróðurs.

VORBOÐINN 2013 | 13

14 | VORBOÐINN 2013

VORBOÐINN 2013 | 15

POttaPlöNtuR
– láttu ÞæR EftIR ÞéR, HEIlsuNNaR VEgNa
GUÐRúN HELGA GUÐBJÖRNSdÓttIR. HÖFUNdUR ER BRAUtARStJÓRI GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLU LBHÍ.

ryk að ýrast upp. Þær aðstæður geta myndast
á veturna þegar gluggar eru sjaldan opnaðir.
Fari rakastig yfir 60 prósent auðveldar það
tímgun rykmaura og er því talið óæskilegt.

áHRIf PlaNtNa á lOftgæÐI

BEgONIa.

um lOftgæÐI
Loftræsting er misgóð í byggingum. Það er
kannski ekki algilt en algengt og flestir
kannast við óþægindi vegna lítilla loftskipta.
Þegar fjallað er um loftgæði innanhúss er
tekið mið af styrk koltvísýrings, rakastigi,
hitastigi og loftskiptum (um þetta má sjá
nánar t.d. í nýjustu útgáfu byggingar­
reglugerðar). Koltvísýringur berst í rými t.d.
við öndun þeirra sem í rýminu eru og við
bruna kerta og loftraki berst í rými frá
öndunarfærum fólks og frá plöntum,
eldhúsum og baðherbergjum. Mjög rakt loft
er talið óæskilegt vegna hættu á rakamettun
á köldum flötum sem eykur líkur á
sveppavexti en mjög þurrt loft er afturámóti
óæskilegt m.a. vegna stöðurafmagns. Þá er
talið að ryk haldist lengur í loftinu við slíkar
aðstæður. Hitastig ræður miklu um líðan
okkar í rýminu; er of kalt eða er of heitt? Þar
sem heitt er eru t.a.m. háar líkur á lágu
rakastigi. Með loftskiptum er komið í veg
fyrir þungt loft en þungt loft er samnefnari
fyrir of háan styrk koltvísýrings, efnasam­
banda frá húsgögnum og innréttingum, lykt
frá fólki o.fl. Samkvæmt byggingareglugerð
þurfa að vera loftskipti í vistarverum fólks.

16 | VORBOÐINN 2013

lOftgæÐI á HEImIlum Og
VINNustöÐum
Þungt loft í vistarverum veldur vanlíðan,
höfuðverk, einbeitingarskorti, ertingu í húð,
nefi og augum og þreytu, svo eitthvað sé
nefnt. Í híbýlum manna er mikið af hús­
búnaði sem gefur frá sér efni sem spilla
loftgæðum. Sem dæmi má nefna sjónvörp,
tölvubúnað, gluggatjöld og gólfteppi, þar sem
þau eru enn við lýði. Oftar en ekki er okkur
bent á að barnaherbergin séu menguðustu
rýmin á heimilinu. Ef litið er til skrifstofurýma
þá eru loftgæði lakari eftir því sem fleiri eru að
störfum og það sama gildir um skólastofur.
Árið 2002 kannaði heilbrigðiseftirlit
Kjósarsvæðis loftgæði í grunnskólum og
leikskólum á svæðinu. Í þeirri úttekt kom í
ljós að styrkur koltvísýrings í skólastofum
fór yfirleitt yfir hámarksviðmið sem eru 1000
ppm. Samkvæmt skýrslu sem unnin var úr
úttektinni mældist aðeins einn skóli undir
hámarkinu en þar var loftræsting hönnuð
með það í huga að loftgæðin stæðust kröfur
heilbrigðisreglugerðar. Í sömu skýrslu kemur
fram að ólíklegt sé að rakastig á bilinu 20­46
prósent valdi mönnum óþægindum en fari
það undir 20 prósent er talið auðveldara fyrir

Áhrif plantna felast meðal annars í
lífsstarfssemi þeirra. Þær þurfa á steinefnum að
halda, næringu sem þær fá úr frjóum jarðvegi,
og nota koltvísýring, vatn og orku sólar­
ljóssins til uppbyggingar. Þetta ferli kallast
ljóstillífun og aukaafurð ljóstillífunar er
súrefni. Vatn er mikilvægur hlekkur í
lífsstarfseminni og gegnir mörgum
hlutverkum en plöntur nýta einungis 10% af
því vatni sem þær taka upp; afgangurinn leitar
út um laufblöð þeirra. Fjöldi rannsókna gefa
til kynna að plöntur bæti andrúmsloft á
vinnustöðum, lækki styrk koltvísýrings og
annarra efna sem eru skaðleg í háum styrk,
t.d. formaldehýð og benzen, styrkur mengaðs
lofts minnkar í rýminu, það reynist ferskara
og súrefnisstyrkur eykst.
Plöntur sem þurfa mikla vökvun geta hækkað
loftraka um allt að 15% og geta því verið
heppilegar þar sem loftraki er of lágur.
Plöntur geta einnig haft áhrif á hitastig með
skuggaáhrifum og uppgufun vatns. Plöntur
koma ekki í stað loftræstingar, en þar sem
loftræsting er léleg geta plöntur, sé þeim dreift
jafnt um rýmið, svo sannarlega gert gagn. Ef
um skrifstofu er að ræða er mælt með einni
stórri plöntu á hverja 12 fermetra, eða einni
minni plöntu á hverja tvo starfsmenn. Velja
þarf plöntunum stað þar sem þær fá góða
birtu og sjá þeim fyrir næringu og vatni því
ekki er mikið gagn í plöntum sem vanþrífast.
Eins er vert að geta þess að plöntur dempa
hljóð og geta því verið góð lausn í opnu rými.

áHRIf PlaNtNa á lÍÐaN
fólks
Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að bæta
heilbrigði á vinnustað með plöntum. Það er
vísindalega sannað að fólki líður betur í
návist þeirra, er í betra jafnvægi og vinnu­

POttakRÝsI.

dREkatRé.

fÍkjutRé BENjamÍNs.

INdÍáNafjöÐuR.

ástaRElduR.

BRöNugRas (ORkIdEa).

afköstin aukast. Fjöldi rannsókna sem gerðar
hafa verið á þessu sviði eru til marks um það
að þar sem plöntur eru hafðar í vinnurými
eða við tölvuskjái þar eru veikindadagar
starfsfólks færri og þar dregur úr einkennum
eins og þreytu, streitu, höfuðverkjum og
ertingu í slímhúð. Allt er vænt sem vel er
grænt segir málshátturinn. Plöntur hafa góð
áhrif á okkur, tilfinningar okkar verða
jákvæðari og sjúkir ná fyrr bata. Plöntur ýta
undir sköpunarkraft, efla einbeitingu og
bæta afköst almennt. Grænar plöntur auka
vellíðan, hvar sem er og hvenær sem er.

titilinn skrifstofuplanta ársins. Plöntur sem
hafa unnið hinn eftirsóknaverða titil síðustu
ár eru tengdamóðurtunga/indíánafjöður,
friðarlilja, flöskulilja og brönugras/orkidea.

HVaÐa PlöNtuR ERu ÞEtta?
Nokkrar plöntur þykja hreinsa loftið vel og
hafa komið vel út úr prófunum. Þær er, t.d.
friðarlilja, drekatré, veðhlaupari, pottakrýsi,
geislafífill, döðlupálmi, gúmmítré, fíkjutré
Benjamíns, gullpálmi, bergpálmi, kínapálmi,
regnhlífartré, mánageisli, sjómannsgleði og
bostonburkni. Á meðal vatnsfrekra plantna
sem henta vel til þess að hækka rakastig
rýma eru bergflétta, burknar, skrautgrös,
pálmar og fíkjutré. Þegar kemur að því að
bæta grænu í líf okkar ættu Íslendingar að
taka sér til fyrirmyndar Hollendinga og Breta
en ár hvert velja þeir plöntu sem hlýtur

taktu fORskOt á VORIÐ
Hér á landi er framleitt nokkuð gott úrval af
blómstrandi pottaplöntum og fátt er betra
fyrir sálina en ein slík í fallegum og björtum
litum á dimmum vetrardögum. Alparós er
komin á markað í janúar og skáblað,
pottakrýsi, ástareldur, hindarblóm, lyklar
(prímúlur) og margar fleiri eru komnar á
markað í febrúar, mars og apríl.
Flest börn eiga sér þann draum að eignast
gæludýr en af ýmsum ástæðum er ekki alltaf
hægt að verða við því, svosem vegna búsetu
eða annarra þátta. Það er því tilvalið að
fjárfesta í fallegri pottaplöntu sem barnið
getur hugsað um. Plantan launar það svo
með heilnæmara lofti og með fallegum
blómum. takið forskot á vorið með
íslenskum blómaframleiðendum, það gefur
einfaldlega lífinu lit.

gúmmÍtRé.

HEImIldIR:
Árni Davíðsson; Loftgæði í skólum og leikskólum
(2002). Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.
Drífa Björk Jónsdóttir; námsefni BLA 112 (2010).
Landbúnaðarháskóli Íslands
Vefsíður:
http://www.plants-for-people.org/
http://floradania.dk
Myndir í eigu Gróðrarstöðvarinnar Ártanga.

VORBOÐINN 2013 | 17

HÍBÝla (tIl)RauNIR NEmENda
sóttIR VORu HEIm tVEIR NEmaR á ylRæktaRBRaut gaRÐyRkjuskólaNs Og skOÐaÐ
HVERNIg ÞEIR fá útRás fyRIR gRæNa ÞumalINN.
tExtI OG MYNdIR: SIGURÐUR I. EINARSSON

mIkaEl EINaR jaROsz er búsettur í jaðri
Mosfellsbæjar í föðurhúsum. Þar vinnur
hann hörðum höndum að því að grænka
húsið og garðinn og að því að fylla matarbúr
fjölskyldunnar fyrir veturinn. Húsið er
meðalstórt einbýlishús á einni hæð, með
nokkuð rúmgóðan og skjólgóðan garð með
heppilega afstöðu til sólar. Mikael segist
leggja áherslu á snjóbaunir í ár, þær séu bæði
nokkuð auðveldar í ræktun og geti gefið
talsvert vel af sér. Þar að auki geymast þær
vel í t.d. frysti og eru bráðhollar í þokkabót.
Forræktun hófst í byrjun febrúar og þær
verða fluttar út um miðjan maí til að sleikja
sólina.
Mikael gerði tilraun með ræktun chilipipars
í fyrra og heppnaðist hún vel. Piparinn
ræktaði hann í herberginu sínu sem er að
stóru leyti lagt undir inniræktun. Hann
klæddi frekar einfaldan IKEA skáp að innan
með gljáandi plasti, svokallað mylar, og
hengdi þar upp 400W háþrýsti natríum
lampa og hefur haft í notkun í rúmlega hálft
ár. HPS lampar voru upprunalega hannaðir
sem götuljós en svo heppilega vill til að litróf
þeirra líkir eftir haustsólinni, sem hvetur
blómmyndun ýmissa tegunda til dáða.
Gúrkur og tómata hefur hann einnig ræktað
í skápnum ásamt basil og ýmsu fleira góðgæti
sem kitlar bragðlaukana. Fyrir þetta sumar
er ýmislegt nýstárlegt á prjónunum, t.a.m.
nokkrar plöntur af drekaávexti sem eru í
forræktun í bílskúrnum. Eitt stykki 400W
metal halide pera trónir þar yfir dágóðri flóru
plantna sem ýmist bíða eftir að komast út í
garð eða á betri stað inn í gluggasælu húsinu.

18 | VORBOÐINN 2013

þroskaða tómata. Þessi aðferð getur gefið
ræktuninni ansi skemmtilegt yfirbragð
jafnframt því sem að pláss er nýtt á sniðugan
hátt. Er ekki málið að teygja sig einfaldlega
eftir ferskum tómat þegar maður stendur
yfir grillinu á góðum sumardegi?

Á meðal óhefðbundinna sumaráforma er
ræktun á hangandi tómötum, en það er
ræktunaraðferð sem Mikael rak augun í og
gat hreinlega ekki staðist mátið að reyna.
Þessi tómataplanta er ræktuð í einhvern tíma
á venjulegan hátt en í fremur óvenjulegum
potti. Þegar ákveðinni stærð er náð, er
plantan hengd upp á hvolf og vökvuð ofan
frá (það er að segja neðan frá). Sterklegar
fötur t.d. úr málmi hafa reynst vel en
þyngdin getur orðið talsvert mikil þegar
moldin er rök og plantan þakin tómötum.
Staðsetning veltur svo á afstöðu sólar og
vinda. Mikael stefnir á að hengja
tómatplönturnar á þakskeggið yfir pallinum
en þar ætti sunnansólin að galdra fram vel

En af hverju að rækta grænmeti út í garði og
inni í herbergi?
Mikael: „Það að geta ræktað grænmeti, kryddjurtir
og margt annað spennandi inni hjá sér yfir veturinn
og kuldatímann lætur manni líða eins og að sumarið
hafi aldrei farið.
Og að rækta grænmeti úti sparar manni pening i
grænmetis innkaupum og gefur garðinum
skemmtilegan og nytsamlegan tilgang. Svo er líka
bara gott að vita hvaðan grænmetið kom sem þú ert
að borða, vita sem sagt að engin sveppalyf eða eitur
hafi verið notað á það.“
Er annað hægt en að vera sammála þessari
skynsamlegu sýn?

RúNaR BjöRN HERRERa ÞORkElssON
er nýgræðingur á ylræktarbraut Garðyrkju­
skólans en er samt sem áður enginn
nýgræðingur þegar að inniræktun snýr. Eitt
sinn var honum falin umsjá lítillar plöntu
sem smám saman sigraði hug og hjarta hans.
Þessi litlu fyrstu kynni veltu þungu hlassi,
Rúnar kynntist betur og betur plöntunni og
ræktun plantna almennt. Núna nokkrum
árum síðar eru í fjölskyldu hans kærasta
hans og frumskógur plantna. Mikið af
grænfóðri þeirra vex innanhúss.
Líkt og Mikael, er Rúnar sérlega spenntur
fyrir áhugaverðum tilraunum og
óhefðbundinni ræktun. Fjölbreyttar
gróðurtilraunir hans bera þessu skýran
vitnisburð. Aðal ræktunarklefinn er sérstakt
tjald með ljós­endurvarpandi yfirborði.
tjaldið hýsir m.a. tómataplöntu sem
fjöldaframleiðir fjólubláa tómata. Í tjaldinu
eru líka jarðarber, baunir, basil o.fl.
Ræktunin er að miklu leyti sjálfvirk. Ljós og
vatnsdælur eru á tímarofum og tryggja að
plönturnar fá rétt magn ljóss, vatns og
næringarefna. Allt heila klabbið er tengt við
fjölrása stjórntöflu sem Rúnar hannaði
sjálfur. Fyrirkomulagið kallast vatnsræktun
(e. hydroponics) og má í raun stunda án
eiginlegrar moldar. Í stað moldar kemur þá
m.a. vikur, steinull, leirkúlur eða eingöngu
vatn og loft. Rúnar aðhyllist kókostrefjar
sem er aukaafurð úr iðnaði kókoshnetu­
skelja. Kókostrefjarnar eru ekki mold þó
þeim svipi til moldar við fyrstu sýn en þær
halda vel vatni, þjappast lítið og bera
suðrænan blæ heim í stofu.
Við hlið ræktunartjaldsins hangir flúorljós
yfir nokkrum salatplöntum. Flúorperur,
svipað og Metal Halide pera Mikaels, gefa frá
sér ljós sem líkist litrófi vorsólarinnar. Þessar
bylgjulengdir örva grænvöxt hjá mörgum
plöntum, þ.á.m. ýmsum káltegundum og
blaðgrænmeti. Með þessu kerfi, sem er byggt
á flóð og fjöru aðferðinni, fæst ferskt salat
allt árið um kring. Einnig má einfaldlega
planta í mold eða kókos og handvökva með
vatni eða áburðarvatni.

Andspænis kálinu er humareldi hússins.
Humarinn er reyndar fullsmár til átu en étur
nánast hvað sem er. Matarafgöngum má
með lítilli fyrirhöfn umbreyta í áburðarvatn
með hjálp humarsins. Í búrinu eru einnig
ýmsir fiskar og ofan á því karfa full af vikri. Í
hana hefur Rúnar plantað jarðarberjum og
mintu sem hann vökvar með dælu upp í efra
borð körfunnar. Hann notar engin önnur
áburðarefni en spyr sig bara hvers vegna fólk
vökvi ekki meira með fiskabúrsvatni sem er
góðgæti fyrir plöntur. Fleira sniðugt finnst í
íbúðinni, til dæmis lítið, tómt fiskabúr með
heimasmíðuðu LEd ljósi, vatnsræktarkerfi í
stofuglugganum undir flúorljósi og nokkrar
plöntur í hefðbundnum pottum standa á
stofugólfinu. Þar sprettur án lýsingar Aloe
vera, meðal annars gróðurs.
Eftir að hafa lagt stóran hluta íbúðarinnar
undir sitt græna veldi, fór Rúnar í útrás. úti
á rúmgóðum svölum er samsuða af
gróðurhúsi og vermireyt, sem hann kveður
frostlausa stóran hluta ársins. Lítið er að ske
utan vermireita svalanna á þessum árstíma
en þegar sólardagar lengjast verða svalirnar
grænar af berjarunnum.
Rúnar heldur úti vefsíðunni www.plantan.is.
Fyrir utan ræktunardagbók og niðurstöðu
plöntutilrauna Rúnars má þar finna

spjallborð áhugafólks um ræktun, helstu
leiðbeiningar og upplýsingar um ræktun og
búnað o.fl., ásamt almennum plöntu­
fróðleik. Vefsíðan ætti að vera fyrsta stopp
fróðleiksfúsra um inniræktun, jafnt byrjenda
sem þeirra sem eru lengra komnir.
Eftir alvarlegt slys fyrir 10 árum missti Rúnar
stóran hluta hreyfigetu sinnar fyrir neðan
háls. Af þessum sökum þarf hann
persónulega aðstoð til að komast í gegnum
daginn, fæða sig og klæða. En þrátt fyrir
augljósar hömlur, sér Rúnar möguleikana
frekar en hindranirnar, eða eins og hann
segir sjálfur:
Rúnar: ,,Markmið mitt er að kynna fyrir fólki
hversu auðvelt og gefandi það er að rækta sinn eigin
mat. Paprikan sem þú ert búinn að horfa á vaxa frá
litlu blómi er mun bragðbetri en sú sem þú ræktaðir
keyptir útí búð.“
Það er óhætt að draga lærdóm af viðmóti
hans og segja að hin lausnamiðaða hugsun sé
nauðsynlegt verkfæri garðyrkjumann­
eskjunnar, hvort sem er inni eða úti, í mold
eða vatni, undir peru eða sól.
Nánari upplýsingar um gróðurlampa má nálgast hjá
söluaðilum og á internetinu (leitarorð: gróðurlýsing,
ræktunarlampar, HPS/High Pressure Sodium, Metal
Halide, CFL lampar o.sv.frv.).

VORBOÐINN 2013 | 19

lÍfRæN RæktuN fyRIR
OkkuR Og fyRIR
fRamtÍÐINa
GUNNÞÓR K. GUÐFINNSSON, HÖFUNdUR ER GARÐYRKJUFRæÐINGUR

HVaÐ ER lÍfRæN RæktuN?
Grunnhugmynd lífrænnar ræktunar er að
hlúa að jörðinni og viðhalda og helst auka
við frjósemi jarðvegsins. Lagt er upp með að
stunda hóflega ræktun sem hæfir þeim
aðstæðum sem ræktað er við og lykilatriði er
að skapa eðlilega hringrás náttúrulegra efna,
m.a. með því að allt lífrænt efni sem til fellur
í kringum ræktunina er nýtt til uppbygg­
ingar jarðvegsins. Lífrænu efnin mynda
moldarefni (húmus) og þau, ásamt
steinefnum, vatni, lofti og örverum mynda
húmuskorn sem eru virkasti hluti jarð­
vegsins. Þessi korn laða að sér næringarefni
sem plönturnar geta nálgast.
Reynt er að takmarka aðföng eins og hægt er.
Það er því nauðsynlegt að nýta eins og frekast
er kostur allt lífrænt efni sem til staðar er, s.s.

Opin
Opin
Mánudaga
- fimmtudaga kl. 07:00 - 20:30
Opin
Opin
Mánudaga
- fimmtudaga kl. 07:00 - 20:30
Föstudaga
kl. 07:00 - 17:30
Opin
Föstudaga kl. 07:00 - 17:30

Mánudaga
- fimmtudaga
kl. 07:00
- 20:30
Mánudaga
- fimmtudaga
kl. 07:00
- 20:30
Helgar
kl. 10:00
- 17:30
Helgar kl.Föstudaga
10:00
- 17:30
kl.- 07:00
17:30 - 20:30
Mánudaga
- fimmtudaga
kl.- 07:00
Föstudaga
kl.
07:00
17:30
kl.- 17:30
10:00
- 17:30
Föstudaga
kl. 07:00
- 17:30
Helgar kl.Helgar
10:00
Helgar kl. 10:00 - 17:30

20 | VORBOÐINN 2013

plöntuleifar, matarleifar og húsdýraáburð.
Best er að safna lífrænu efni í safnhaug til
jarðgerðar. Þannig næst best nýting á
hráefninu og efnið fellur betur að starfsemi
jarðvegsins. Þá þarf að blanda saman við
lífrænu efnin svokölluðu stoðefni, t.d.
greinakurli, sagi eða hálmi. Þessi stoðefni eru
kolefnisrík og gegna mikilvægu hlutverki við
jarðgerð. Þau bæta kolefnis og köfnunar­
efnishlutfallið (C/N) í massanum, auka
loftstreymið og draga í sig vatn. Þannig
þurrka þau massann en vatnið er þó enn til
staðar og aðgengilegt þeim lífverum sem
vinna að niðurbrotinu.
Stoðefni binda köfnunarefni svo það tapast
síður út í loftið eða skolast burt með vatni.
Köfnunarefni losnar síðar við niðurbrot
kolefnisins og nýtist þá plöntunum. Þegar

stoðefnum er bætt í haug er miðað við að
blanda einum hluta þeirra fyrir hverja þrjá
eða fjóra af matarleifum. til að niðurbrotið
gangi betur fyrir sig er síðan hrært af og til í
massanum. Með því móti er súrefni, sem er
nauðsynlegt starfsemi örveranna sem að
niðurbrotinu koma, bætt í hauginn. Ef rétt er
að staðið fer hitastigið auðveldlega upp í 50
til 70°C. Gott er að miða við að hræra þegar
hitinn nálgast 50°C. Safnhaugamoldin sem
til verður við jarðgerðina er tilvalin
áburðargjafi fyrir jarðveginn og nýtist
komandi ræktun.
Sem dæmi um áburð sem hægt er að nýta í
lífræna ræktun, auk safnhugamoldar, má
nefna húsdýraáburð, t.d. hrossatað, kúa­
mykju og hænsnaskít; mjöl, t.d. fiskimjöl og
þörungamjöl; og síðast en ekki síst nitur­
bindandi belgjurtir. Niturbindandi plöntur
auðga jarðveginn með hjálp gerla sem lifa í
sambýli við þær. Gerlarnir binda nitur úr
andrúmsloftinu og það nýtist sambýlis­
plöntum þeirra og umhverfinu. Með því að
bæta jarðveginn með lífrænum áburði á sér
stað uppbygging lífríkis og frjósemi eykst.
Það er gott merki um frjóan jarðveg þegar
finna má mikið af ánamöðkum og öðrum
lífverum í honum því jarðvegslífið segir til
um magn lífrænna efna.
Í jarðveginum má finna margar gerðir
lífvera. Þetta eru meðal annars örverur, eins
og bakteríur og sveppir; smá skordýr, þ.e.
smá liðdýr og þráðormar; og stórverur, til
dæmis ánamaðkar og lindýr. Af þessum
lífverum skal ánamaðkurinn nefndur
sérstaklega því hann er allra besti vinnu­
þjarkurinn sem hægt er að fá í garðinn sinn.
Ánamaðkurinn losar um jarðveginn á
ferðum sínum og býr um leið til göng sem

nýtast sem loft­ og vatnsrásir. Hann étur
jarðveg og dregur jurtaleifar niður í
jarðveginn. úrgangurinn frá honum er mjög
auðugur af lífrænum efnum.
Skiptiræktun er lífrænni ræktun mikilvæg og
þess skal gætt að rækta ekki sömu tegund eða
tegundir sömu ættar á sama stað ár eftir ár.
æskilegt er að ekki líði skemmri tími en
fjögur til fimm ár milli þess sem ein tegund
er ræktuð á sama stað aftur en best er að það
líði um sex til sjö ár. Með skiptiræktun er
dregið úr líkum á að sjúkdómar og meindýr
verði að vandamáli. Auk þess hafa plöntur
misdjúpstæð rótarkerfi, hjá sumum liggja
rætur djúpt en öðrum grunnt. Því sækja þær
vatn og næringu mismunandi djúpt í
jarðveginn og nýta næringu hans
misjafnlega.

notkun efnanna. Hér að ofan hef ég í stuttu
máli farið yfir það sem lífræn ræktun felur í
sér. Í dag er ljóst er að lífræn ræktun er
raunhæfur valkostur og að ástundun hennar
byggir upp frjósemi jarðvegsins með því að
leggja inn í banka jarðvegsins lífræn efni.
Ávöxtun innleggsins er aukin frjósemi til
handa okkur og komandi kynslóðum.

Ræktaðu allt árið!

Nám Í lÍfRæNNI RæktuN
Síðastliðið haust fékk LbhÍ styrk frá
Menntamálaráðuneytinu til þróunar á
námsbraut í lífrænum ræktunaraðferðum
matjurta. Undirritaður var skipaður
verkefnisstjóri verkefnisins og Guðríður
Helgadóttir, forstöðumaður starfs­ og
endurmenntunardeildar LbhÍ og Guðrún
Helga Guðbjörnsdóttir, námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu við LbhÍ, mynduðu
stýrihóp verkefnisins. Verkefnið var unnið í
samstarfi við VOR (Verndun og ræktun) og
Félag framleiðenda í lífrænum búskap auk
tveggja ráðunauta Bændasamtaka Íslands til
ráðgjafar. Þetta voru þeir Ólafur dýrmunds­
son, ráðunautur í lífrænum búskap og
Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur.
Verkefnastjórn hefur skilað inn tillögum til
Menntamálaráðuneytisins um námsbraut í
lífrænum ræktunaraðferðum matjurta.
Vonir standa til að hægt verði að bjóða upp á
nám á nýju námsbrautinni haustið 2014.
Á undanförnum misserum hefur áhugi fólks
á eigin ræktun aukist verulega og margir
stunda matjurtaræktun sér til yndis og
ánægju. Við eigin ræktun matjurta veltir fólk
því meira fyrir sér hvað er að baki rækt­
uninni. Það reynir að stunda ræktun sem
leiðir til jákvæðrar uppbyggingar jarðvegsins
og leitar leiða til að komast hjá notkun
hjálparefna eins og tilbúins áburðar og
eiturefna. Mörg kemísk hjálparefni hafa
lamandi áhrif á jarðveginn og lífríki hans.
Þau rýra frjósemi hans og valda lakari
vatnsmiðlun og næringartapi. til að halda
sambærilegri uppskeru kallar því á enn meiri

Autopot
Easy2grow kerfi

Sjálfvirk vökvun
Einfalt í uppsetningu
Ekkert rafmagn
Endalausir stækkunarmöguleikar

Root!T
Byggir upp og eykur
rótarvöxt.
Notað til forræktunar
fyrir allar plöntur.

Flora serían
Öflugur alhliða áburður
Hentar jafnt fyrir vatnsrækt og mold

InniGarðar ehf.
Hraunbæ 117
www.innigardar.is

Sími: 534 9585

VORBOÐINN 2013 | 21

R
I
d
N
y
m
sVIP
g
O
I
m
á
úR N
staRfI

staRfsmENNtaNám Í
gaRÐyRkjuskólaNum
á

Reykjum í ölfusi er rekin starfs­ og endurmenntunardeild landbúnaðarháskóla Íslands. Í garðyrkjuskólanum, eins og
hann er nefndur hér um slóðir, er í boði nám í garðyrkjutengdum greinum. Einnig er endur­ og símenntun mikilvægur
þáttur í starfsemi skólans. Þar byggir á námskeiðahaldi um land allt, t.d. fyrir fag­ og áhugafólk í garðyrkju, skógrækt og
landgræðslu. Námskeið eru meðal annars haldin í samvinnu við skógrækt ríkisins, landgræðslu ríkisins og í samvinnu við önnur
fagfélög, ekki síst búnaðarsamböndin í landinu.
Nú eru uppi hugmyndir um að garðyrkjunám verði metið til stúdentsprófs. Eftir tvö ár í almennum framhaldsskóla gætu
nemendur þá hafið nám á Reykjum og tveimur árum seinna útskrifast sem garðyrkjufræðingar frá lbhÍ með stúdentspróf frá
framhaldsskólanum sínum. Næst verða teknir inn nýnemar í garðyrkjuskólann haustið 2014. upplýsingar á vef skólans: www.
lbhi.is

gaRÐyRkjugREINaR staRfs­ Og
ENduRmENNtuNaRdEIldaR á REykjum Í ölfusI

BlómaskREytINgaR

gaRÐyRkjufRamlEIÐsla

Á þessari námsbraut fræðast nemendur um undirstöðuatriði
blómaskreytinga. Námið hentar vel þeim sem hafa hug á að reka eða
starfa í blómaverslun, eða starfa sjálfstætt sem blómaskreytar. Einnig
nýtist námið afar vel til undirbúnings áframhaldandi náms, t.d.
erlendis. Um blómaskreytingabraut er nánar fjallað annarstaðar í
blaðinu.

Braut garðyrkjuframleiðslu skiptist í tvær brautir þegar fram líða
stundir; ylræktarbraut og garðplöntuframleiðslu. Fyrstu tvær annir
bóklegs náms er að stærstum hluta sameiginlegur en á þriðju og
fjórðu önn bóklegs náms eykst fjöldi sérfaga hvors sviðs fyrir sig.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Brynja Bárðardóttir, brautarstjóri
blómaskreytingabrautar, brynja@lbhi.is.

24 | VORBOÐINN 2013

Markmið námsins er að veita nemendum staðgóða þekkingu og
færni í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Kennd eru
undirstöðuatriði plöntuframleiðslu, svo sem bygging og skipulag
gróðurhúsa, loftlagsstýring, ræktun helstu tegunda, áburðarfræði,

jarðvegsfræði, líffræði plantna og plöntuvernd. Einnig er fjallað um
rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar og félagslega uppbyggingu
hennar.
Að námi loknu munu nemendur þekkja allar helstu aðferðir við
fjölgun og uppeldi plantna, helstu ræktunartegundir í framleiðslu á
Íslandi og afurðir þeirra og muna geta brugðist við algengum
vandamálum sem komið geta upp í almennri ræktun. Eins er námið
góður undirbúningur þeim sem hyggja á háskólanám í
garðyrkjufræðum og ­vísindum. Starfsvettvangur útskrifaðra
garðyrkjufræðinga af brautinni er vitaskuld við garðyrkjuframleiðslu,
við sölu plantna og afurða þeirra og við ráðgjöf varðandi plöntur.
Nám í garðyrkjuframleiðslu skiptist í bóklegt nám, fjórar annir, og
verklegt nám í alls 72 vikur á viðurkenndum verknámsstað undir
handleiðslu aðila með menntun á sviði garðyrkju og skógræktar.
Nánari upplýsingar gefur brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, Guðrún Helga
Guðbjörnsdóttir, gudrunhelga@lbhi.is.

Nám á skógræktar­ og náttúrubraut skiptist í fjögurra anna bóklegt
nám, og verklegt nám í alls 72 vikur á viðurkenndum verknámsstað
undir handleiðslu aðila með menntun á sviði garðyrkju og
skógræktar.
Nánari upplýsingar hjá brautarstjóra skógar og náttúru, Úlfi Óskarssyni, ulfur@lbhi.is.

skRúÐgaRÐyRkja
Á skrúðgarðyrkjubraut fræðast nemendur um grundvallaratriði í
byggingu og viðhaldi garða. Auk almennra faga, svo sem
plöntulíffræði, plöntuþekkingu og jarðvegsfræði, eru kennd sérfög
skrúðgarðyrkjunnar, þar á meðal hellulögn, hleðsla, teiknun,
landmælingar, trjáklippingar og uppbygging og umhirða grænna
svæða.

skóguR Og NáttúRa
Á námsbraut skógar og náttúru er boðið upp á hagnýtt
skógræktarnám með áherslu á virðingu við náttúru og skynsamlega
umgengni gagnvart henni. Meðal grunngreina eru grasafræði,
dýrafræði, jarðvegs­ og áburðarfræði, plöntuþekking, vistfræði og
umhverfisfræði. Á brautinni er fjallað ítarlega um skógræktaráætlanir,
umhirðu skóglendis, nýtingu skógarafurða og meðferð lífrænna
auðlinda.
Við útskrift eiga nemendur að vera vel í stakk búnir til
skrúðgarðyrkjustarfa, kunna allar helstu aðferðir við vinnslu grárra
flata í garðaumhverfi, vera orðnir kunnugir öllum helstu verkfærum,
þekkja vel til umhirðu grænna svæða og geta framkvæmt viðeigandi
verk í því sambandi auk þess að geta lagt mat á umhirðuþörf slíkra
svæða.
Algengt er að starfsvettvangur skrúðgarðyrkjumanna sé hjá
einkafyrirtækjum í skrúðgarðyrkju eða sveitarfélögum en þar að auki
starfa fjölmargir sjálfstætt.

Að loknu námi munu nemendur hafa fengið góða reynslu af helstu
verkfærum skógræktarmannsins, þar á meðal kennslu á notkun
keðjusagar, og leiðbeiningu í vinnslu og verðmætasköpun úr
afurðum skógasvæða. Þá munu þeir einnig læra að þekkja helstu
vistkerfi íslenskrar náttúru og verða meðvitaðir um sjálfbæra
nýtingu náttúrulegra auðlinda.

Bóklegt nám telur fjórar annir en skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein
og stunda nemendur samningsbundið verknám hjá viðurkenndum
skrúðgarðyrkjumeistara í 72 vikur, þar af 60 dagbókarskyldar. Þegar
nemi hefur lokið bók­ og verknámi tekur hann sveinspróf. til að
öðlast meistararéttindi þurfa sveinar að ljúka eins árs framhaldsnámi
í iðnmeistaraskóla.
Nánari upplýsingar hjá brautarstjóra skrúðgarðyrkju, Ágústu Erlingsdóttur, agusta@
lbhi.is.

Garðyrkjufræðingar af brautinni starfa gjarnan við nýframkvæmdir
og umhirðu skóga, við umsjón útivistarsvæða, eftirlit, verkstjórn og
fræðslu á sviði skógræktar og landgræðslu og sinna rannsóknar­
störfum. Einnig hentar námið einkar vel til undirbúnings
háskólanáms í skógfræði, umhverfis­ og náttúrufræði.
VORBOÐINN 2013 | 25

um Nám á
BlómaskREytINgaBRaut
HELGA S. L. BACHMANN

N

ám í blómaskreytingum er mjög
fjölbreytt og skemmtilegt og tekur
fjórar annir í Landbúnaðar­háskólanum, auk
60 vikna verknáms í blómabúð. Á þessari önn
eru fimm nemendur sem það sækja, allt
konur. Næsta haust bætast svo tveir
fjarnemar í hópinn og verða þá sjö
nemendur við nám á brautinni. Aldur­
skipting nemenda er á bilinu 35 ­ 54 ára og ná
nemendur mjög vel saman. Það er ekki algilt
að eingöngu konur sæki í blómaskreytingar
því karlmenn gera það gjarnan líka og eru
margir af frægustu blómaskreytum heims
karlkyns. Sem betur fer eigum við hér á
Íslandi frábæra blómaskreyta. Brynja
Bárðardóttir, brautarstjóri Blómaskreytinga­
brautar er ein af þeim en hún er mjög fær og
hugmyndarík þegar kemur að skreytingum.
Sumir gætu talið að nám í blómaskreytingum
sé bara eitthvað dúllerí en því fer fjærri. Þetta

26 | VORBOÐINN 2013

er hörku púl og nemar sem útskrifast sem
garðyrkjufræðingar með blómaskreytingar
sem sérsvið koma úr fjölbreyttu og ákaflega
krefjandi námi. Meðal námsefnis eru
auðvitað blómaskreytingar, vinna með form
og liti, fríhendisteikning, auglýsinga­ og
skiltagerð, lista­ og hönnunarsaga, afskurður
blóma og greina, uppröðun og útstillingar,
pottablóm, samplantanir, íslenska flóran,
garðblóm, tré og runnar, grasafræði,
plöntuvernd, rekstur og áætlanagerð,
markaðsfræði og vinna og verkstjórn.
Í skólanum er lögð sérstök áhersla á að
nemendur kynni verkefni sem unnin eru
innan skólans fyrir samnemendum sínum.
Þetta er m.a. liður í því að efla sjálfstraust
nemenda og hefur reynst dýrmæt lexía. Það
hefur enda sýnt sig að eftir að námi lýkur
verði mikilvægur hluti starfs margra að
halda kynningar og námskeið eða fyrirlestra

um blómaskreytingar. Vettfangsferðir eru
hluti af náminu, sem dæmi er farið í
blómaheildsölur, Kirkjugarða Reykjavíkur­
prófastdæmis og listasprang í Reykjavík þar

lOgO EcOjOBs ER uNNIÐ af NEmaNda
skólaNs, ValgERÐI ÞORValdsdóttuR.

NEmaR á BlómaskREytINgaBRaut.

sem skoðuð er hönnun af ýmsum toga. Auk
þess koma gestakennarar og eykur það
fjölbreytni kennslunnar. Síðastliðið haust
bauðst nemum svo að skreyta sal fyrir
árshátíð Sambands garðyrkjubænda sem
haldin var á Flúðum. Það var gríðarlega
skemmtilegt verkefni og gott tækifæri fyrir
nemendur sem fengu efnivið frá garð­
yrkjubændum sjálfum; tómata, agúrkur,
paprikur, sveppi, kartöflur og rósir. Verkið
tókst vel í alla staði og vakti mikla lukku.
Það er margt skemmtilegt framundan í
skólanum. Ber þar einna helst að nefna
verkefni sem heitir EcoJobs og er á vegum
Evrópusambandsins. Þetta samstarfsverkefni
fjögurra þjóða, Íslands, Finnlands, Bretlands
og Frakklands, sem Landbúnaðarháskóli
Íslands leiðir næstu 2 árin. Verkefninu er
ætlað að auka vitund nemenda um

frumkvöðlastarf, atvinnulíf og umhverfismál
og efla nýsköpun. Nemendum blóma­
skreytingabrautar var boðið að taka þátt í
verkefninu og úr varð að nú í apríl munu
fjórir nemar halda til Savonlinna í Finnlandi.
Þar munu nemar standa að kynningu á
íslensku sauðkindinni og hvernig vinna má
til fullnustu afurðir hennar, s.s. ullina,
kjötið, beinin og hvernig við getum notað
íslenskar jurtir til að krydda kjötið. Þar mun
þekking nemenda á auglýsingagerð og
útstillingum og samspili lita og forma
vonandi nýtast vel.

kemur ekki hvað síst fram þegar kemur að
undirbúningi jarðarfara. Á erfiðum
tímamótum í lífi fólks verða blóma­
skreytingar á kistum og útfararkransar að
vera í lagi og skila sér til þeirra sem eiga um
sárt að binda. Brúðkaup eru einn af stærstu
viðburðunum í lífi fólks, þar sem gleðin er í
algleymingi og þá þurfa skreytingarnar að
vera í takt við þá gleði. Það getur því skipt
sköpum að vera lærður blómaskreytir.

Að setja saman blómvönd er ekki það sama
og að setja saman blómvönd. Í þeim efnum
gilda ákveðnar reglur sem fara þarf eftir og
blómstílarnir eru mismunandi. Nemendur
læra a.m.k. 7 stíla. Samspil forma og lita
skiptir líka miklu máli en þetta samspil

VORBOÐINN 2013 | 27

IllgREsI Í göRÐum
MAGNúS JÓNASSON

HVaÐ ER IllgREsI.

M

argir kannast við það þegar farið er að
vora að túnfífillin stingur upp
kollinum á grasflötinni, frískur og fær, og
illgresið í beðunum er komið upp jafnvel
áður en trjáplöntur eru farnar að laufgast.
Við notum nú ekki alltaf fögur orð um
þessar blessuðu plöntur, dásömum allavega
ekki mikið fegurð þeirra þó óneitanlega sé
sumt illgresi með ljómandi snoturt yfir­
bragð. Illgresi má skipta upp í tvo megin­
flokka, annarsvegar einærar tegundir og
hinsvegar fjölærar. Einært illgresi skiptist
aftur í sumareinærar og vetrareinærar
tegundir en um þær er fjallað saman.
Fjölærum tegundum er skipt í tvo flokka í
umfjöllun greinarinnar. Annarsvegar
fjölærar tegundir með jarðrenglur ofan­
jarðar eða neðan, hinsvegar fjölærar tegundir
án jarðrenglna.

28 | VORBOÐINN 2013

EINæRaR tEguNdIR
Sumareinærar eru þær tegundir kallaðar sem
vaxa upp af fræi snemma vors, blómstra og
fella fræ sama sumar og deyja að því loknu.
Vetrareinærar tegundir spíra hinsvegar
síðsumars en smáplöntur þeirra geta lifað af
veturinn og náð forskoti á aðrar plöntur að
vori og eru jafnvel komnar af stað áður en
trjáplöntur fara að laufgast, eins og áður
sagði. Meðal helstu tegunda einærs illgresis
er haugarfi (Stellaria media) en nái hann að
blómstra er hann duglegur að sá sér og
verður algjör plága í görðum. Ef notaður er
húsdýraáburður er hætta á arfinn verði
mikill því búfé er sólgið í arfann og fræið
kemur óskemmt frá skepnunum og verður
öflugt og bráðfjörugt í garðinum. Það sama
gildir um hjartaarfa (Capsella bursa-pastoris).
Krossfífillinn (Senecio vulgaris) er duglegur að
sá sér en fræ hans eru svifhár sem geta borist

langar leiðir og lenda gjarnan óboðin hjá
nágrönnum. Brenninetla (Urtica urens) veldur
bruna við snertingu og getur einnig verið
dugleg að sá sér.
Varpasveifgras (Poa annua) blómstrar allt
sumarið og sáir sér mikið en jarðstönglar
þess geta fest rætur. talið er að hver planta
beri um 300 til 400 fræ sem hún dreifir af
kappi og víða með vindi. Þá geta fræ þess
geymst í nokkur ár í jarðveginum. Þegar fræ
Lambaklukku (Cardamine hirsuta), sem er skyld
hrafnaklukkunni (Cardamine nymanii) en mun
smávaxnari, eru fullþroskuð opnast fræ­
hylkið mjög snöggt og fræ þess skjótast í allar
áttir og lenda í um það bil 50 til 80 sentímetra
fjarlægð frá móðurplöntunni. Það er ótrúleg
vegalengd þegar haft er í huga að plantan er
ekki nema 10 eða 20 sentímetrar á hæð og
ekki þarf nema örlitla snertingu við plöntuna

HaugaRfI ­ stEllaRIa mEdIa.

laNgkRækIll ­ sagINa sagINOIdEs.

eftir að fræið er fullþroska til að það skjótist
út í buskann.

smáa þyrna sem ekki er gott að stinga sig á.
Þetta er erfitt og leiðinlegt illgresi sem fjölgar
sér aðallega með löngum greinóttum jarð­
renglum sem vaxa djúpt. Þistillinn blómstrar
bleikum smáum blómum sem verða að
fífum sem geta svo borist langar leiðir með
vindi. Húsapunturinn (Elymus repens) er
hávaxin grastegund sem fjölgar sér aðallega
með jarðrenglum sem geta legið mjög djúpt
í jarðveginum á allt að 30 til 50 sentímetra
dýpi. Renglur hans verða að algjörri flækju
ofan í moldinni, mynda marga blaðasprota
og ræturnar vefja sig gjarnan utan um rætur
annarra plantna. Verði svo rótarangi óvart
skilinn eftir þegar verið er að fjarlægja rótar­
skammirnar verður þessi litli angi að nýrri
argvítugri plöntu sem böðlast áfram í
jarðveginum og verður óðara að þéttofnu
rótarneti.

til að útrýma illgresi úr görðum hefur
reynst best að lofa plöntum ekki að blómstra
eða tína blómin af þeim áður en þær hafa
náð að þroska fræ. til að losna við arfann
þarf að tína hann allan upp með rótum
mjög snemma á vorin og aftur á haustin. Það
er líka gagnlegt að róta til arfanum með
arfasköfu því þá þorna ræturnar og plantan
deyr. Allt einært illgresi er auðvelt að
fjarlægja því rætur þess eru mjög lausar í
jarðveginum.

fjölæRaR tEguNdIR mEÐ
jaRÐRENglum
Af fjölæru illgresi með jarðrenglum skal
fyrst nefnd skriðsóley (Ranunculus repens). Hún
þrífst vel í frjóum og rökum jarðvegi og
skríður um allt með jarðrenglum sínum, er
fljót að festa rætur og dugleg að sá sér.
Hóffífillinn (Tussilago farfara) fjölgar sér einnig
með jarðrenglum og sáningu og er erfitt
illgresi. Þegar blómgun hans er lokið vaxa
upp frá jarðstönglinum hóflaga eða hjarta­
laga blöð sem geta orðið nokkuð stór og
sumir villast á þeim og rabarbarablöðum.
Klóelfting (Equisetum arvense) er blómleysingi
sem fjölgar sér með gróum og jarðstönglum.
Snemma vors spretta 5 til 15 sentímetra háir,
greinalausir stönglar sem bera rauðbrún
gróöx á toppnum. Sumarelfting vex síðan út
um allar trissur og líkist um það bil 20 til 30
sentímetra háu jólatréi með margar neðan­
jarðarrenglur sem geta stíflað rör og mjó
ræsi. Sé görðum vel við haldið, þeir vel
framræstir og á þá borinn áburður gerir þessi
ófögnuður minni usla en getur annars orðið
til örgustu leiðinda.
Þistill (Cirsium arvense) er stórvaxin planta með

Fjölært illgresi með jarðrenglum er erfitt við
að eiga. Sé mold t.d. ekki nægilega vel
hreinsuð geta renglurnar borist með henni.
Sumir nota eiturefni en ég mæli með því að
stinga upp jarðveginn og handtína ræturnar.
Það er erfitt og seinlegt en vel hægt; það hef
ég prófað sjálfur með bærilegum árangri.

fjölæRt IllgREsI áN
jaRÐRENgla
Njólinn (Rumex longifolius) er stórvaxið illgresi
án jarðrengla. talið er að ein slík planta geti
þroskað fimm til sex þúsund fræ. Hún er
arfaslæmt illgresi og fræ hennar geta lifað
mörg ár í jarðvegi. Fræin eru óskemmd þó
þau hafi farið inn og út um maga húsdýra og
berast því gjarnan með húsdýraáburði. Ef
verið er að fjarlægja rót og eitthvað af henni
verður eftir verður sá angi að nýju og öflugu
illgresisóféti. talið er að túnfífillinn (Taraxacum spp.) geti þroskað um 1500 fræ. Þetta eru
biðukollurnar sem fjúka út um víðan völl og
sá sér hratt og vel. Þegar plantan er slitin upp

NjólI ­ RumEx lONgIfOlIus.

fjölgar hún sér með hverju rótarskoti sem
skilið er frá aðalrótinni. dúnurt (Epilobium sp.)
er lúmsk planta sem blómstrar bleikum
blómum. Margir láta glepjast af henni því
hún er jú bara nokkuð snotur en hún fjölgar
sér ótrúlega fljótt og verður að leiðinda
illgresi. til að fjarlægja illgresi með stólparót
er best að nota fíflagaffal eða stunguskóflu.
Það væri hægt að telja upp margar fleiri
tegundir enda gætum við litið á allar plöntur
sem eru okkur til ama eða óþurftar sem
illgresi sem best væri að losna við. Ein aðferð
til að halda illgresi í burtu er að setja dagblöð
yfir moldina eða beðið og trjákurl yfir blöðin.
Þessi aðferð getur dugað til að halda því frá í
tvö ár. Þá drepur vínedik gróður sé því úðað
á hann en í guðs bænum farið varlega því það
má ekki koma nálægt þeim plöntum sem þið
viljið varðveita.
Með illgresislausri kveðju,
Magnús Jónasson, skrúðgarðyrkjufræðingur
Höfundur greinarinnar útskrifaðist sem
skrúðgarðyrkjufræðingur árið 1978. Hann hefur bæði
rekið verktakafyrirtæki í garðyrkju og gróðrarstöð, starfað
sem markaðsstjóri hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins
og staðið fyrir garðyrkjunámsskeiðum og valið
verðlaunagarða fyrir sveitarfélög. Þá hefur hann gefið út
ásamt tveimur bekkjarbræðrum sínum úr Garðyrkjuskólanum, garðyrkjutímaritið Á grænni grein og seinni
árin gefið út tvær bækur um garðyrkju, bækurnar
„Ræktað kryddað kokkað“ og „Ræktun sumarblóma og
skreytingar á leiðum“. Undanfarið ár hefur hann séð um
faggreinar um garðyrkju fyrir Garðheima undir heitinu
Garðanördinn.

VORBOÐINN 2013 | 29

BIRkI sEm gRætuR

aÐfERÐIR VIÐ RuNNa­
klIPPINgaR, aÐfaRIR aÐ tRjám
kallaÐ EftIR VöNduÐum VINNuBRögÐum
MYNdIR OG tExtI: EINAR SIGURÐUR EINARSSON, GARÐPLÖNtUFRAMLEIÐSLUBRAUt

V

ið ræktum plöntur af mörgum ástæðum
og með mismunandi markmið í huga.
Strax í upphafi, við útplöntun, er gott að
huga vel að markmiðunum sem við setjum
okkur. Hvers konar plöntur erum við með,
hvar veljum við þeim stað og hvaða hlutverk
ætlum við þeim? Það er nær ógjörningur að
skipta um hugmyndafræði og breyta
hlutverki fjögurra til fimm metra hárra trjáa
sem hafa fengið að vaxa og dafna í rúm 25 ár
sem stakstæð tré. Eitthvað væri hægt að hafa
áhrif á vaxtarlag þeirra með klippingu og
laga þau þannig að umhverfinu en kæmi upp
sú hugmynd að búa til limgerði þá væri
skynsamlegra að fjarlægja trén og byrja frá
grunni með ung og þróttmikil tré eða runna
sem hentuðu betur í limgerði. trén sjálf geta
ekki fært sig úr stað þótt skipulag borga og
bæja breytist í tímans rás. Framtíðarsýn og
hugmyndafræði ættu því að taka mið af
umhverfinu fremur en leitast við að breyta
því.
Með réttri klippingu og góðri umhirðu fá
trén sín réttu útlitseinkenni. Vel snyrt og
gróskumikil tré vekja aðdáun og eftirtekt og
eru hvaða garði og bæjarfélagi sem er til
sóma. Þegar garður eða almenningssvæði er
skipulagt og tré hafa verið gróðursett er

30 | VORBOÐINN 2013

aðeins hálfur sigur unninn. Það viðhald sem
á eftir kemur, beðahreinsun, rétt klipping á
réttum tíma og öll önnur almenn umhirða
situr því miður oft á hakanum. Umhirða
getur brugðist á marga vegu en hér verður
rakið nýlegt dæmi af höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir um 25 árum voru birkitré og viðja
gróðursett þannig að gróðurinn greindi
skóla og leiksvæði hans frá íbúðargötu. Eftir
öll þessi ár hafði birkið náð rúmlega fimm
metra hæð og dafnaði misjafnlega en þó að
mestu leyti vel. Ástand viðjunar var ekki eins
gott og ljóst að umhirðu hefur verið
ábótavant með þessum afleiðingum. Þegar
hér er komið við sögu, 25 árum eftir
gróðursetningu, höfðu nokkur birkitré látið
undan og orðið veikluleg en góður
meirihluti þeirra, eða um 70 prósent, voru í
ágætis ástandi. Í lok febrúar þessa árs var svo
hvert eitt og einasta þessara gömlu birkitrjáa,
115 talsins, sagað niður. Ástæða þess er óljós
en fullt tilefni er til að skoða þessa fram­
kvæmd nánar útfrá faglegum sjónarmiðum,
hugmyndafræðinni að baki ákvarðana­
tökunni og framtíðarsýn þess sem hana
tekur.
Eitt er að söguð skyldu niður þessi birkitré,
en þar sem þau átti að saga hefði átt að standa

fagmannlega að því. Klipping trjánna var
framkvæmd á röngum tíma en hún hefði
ekki átt að eiga sér stað fyrr en eftir laufgun í
júní til að koma í veg fyrir blæðingu og
minnka sýkingarhættu. Klippingin var að
öllu leyti illa framkvæmd og skildi eftir sig
stór sár á trjánum. Klippt var inn í
greinarkraga og greinar og stofnar voru illa
særðir eftir atganginn. Klippingin var
einfaldlega of mikil og of harkaleg miðað við
aldur trjánna og hreinsun og umgengni eftir
klippingu langt frá því sem sómi væri af.
Framkvæmd þessi var í alla staði til skammar
og alls ekki eins og fagmenn eiga að vinna og
skilja við verkefni sín. Afar stór sár eru á
stofnum trjánna, sár sem fúna með
tímanum. Gera má ráð fyrir að nýjar greinar
myndist úr varabrumum á stofnum þeirra
en þannig reyna trén að bregðast við þessu
áfalli. Erfitt er að segja til um hversu mikla
orku þau hafa í þessar mótvægisaðgerðir en
búast má við að einhver lauf komi til með að
myndast á þessum stubbum á komandi
sumrum. trén eru ekki í stakk búinn til þess
að loka sárum sem þessum því eru
yfirgnæfandi líkur á því að með tímanum
muni þau verða þess valdandi að trén fúna
og drepast. Hvenær það verður er erfitt að

RIfIÐ Og tætt.

slælEg VINNuBRögÐ.

ótRúlEg sjóN BlasIR VIÐ.

sumaRlag.

tRé EÐa RuNNaR.

VEtRaRlag.

segja en það er í raun ekki spurning um
hvort heldu einungis hvenær.

að verkefnin séu unnin þannig að sómi sé af.
Allt frá því komið er á staðinn og á meðan
klippingu stendur og eftir að svæðið er
yfirgefið eiga hlutirnir að vera unnir eftir
bestu getu og þekkingu. Öll verkfæri, klippur
og annar búnaður eiga að vera í góðu ástandi.
Heildarmyndin á sem sagt að vera til
fyrirmyndar.

kallar á markvissa umhirðu og árlegar
klippingar. Þá má þeim sem að þessu stóðu
vera ljóst að þessar aðgerðir kalla á meiri
umhyggju en sýnd var trjánum sem stóðu
þarna áður, þegar þarna stóðu tré. Það er full
ljóst að þeirri umhyggju hefði betur verið
varið í þau.

Það má vera ljóst að með markvissri
umhirðu, árlegum klippingum,
reglulegum beðahreinsunum og
næringarskömmtun, hefðu trén
sem voru úr sér gengin spjarað sig
betur og trén sem voru við ágæta
heilsu hefðu dafnað. Öll hefðu þau
verið mun þéttari, hraustari og
fallegri fyrir vikið. En þrátt fyrir að
ekki væri allt með ákjósanlegum
hætti höfðu birkitrén þó skilað sínu
fyrir íbúa götunnar, fyrir ásýnd
hennar, sem vörn gegn veðrum og
vindum, fyrir umhverfið og fyrir
heildarásýnd bæjar félagsins.
Hvernig verður umhirðuninni
háttað á trjástubbunum sem eftir
standa í framtíðinni. Hafi ætlunin
verið að mynda limgerði með
þessum aðförum er ljóst að það

Plöntusala

Ákvörðun þessi vekur upp spurningar; voru
mögulega aðrar leiðir í boði? Að fella tré ætti
að vera síðasti valkostur þegar allar aðrar
leiðir hafa verið skoðaðar því oftar en ekki
eru fleiri leiðir færar þegar aðgerða er þörf í
umhirðu trjáa. Ein leiðin hefði getað verið sú
að fjarlægja þau tré sem voru ekki að dafna
vel og voru orðin lúin og út frá því hefði
staðan verið metin að nýju. Ef til vill mætti
hlúa að þeim trjám sem eftir stæðu með
klippingum, stýringu á vexti og markvissri
umhirðu. Önnur leið hefði mögulega verið
sú að fjarlægja annað eða þriðja hvert tré,
velja úr þau tré sem væru hvað hraustust,
snyrta og stýra vexti þeirra og planta nýjum,
t.d. af öðrum tegundum í þau svæði sem
skapast við það. Hefði svæðið verið skoðað,
umhverfið metið og samráð haft við íbúa,
hefði útkoman orðið önnur?
Það er mikil áhersla lögð á fagmennsku í
námsefni Garðyrkjuskólans á Reykjum en
svo virðist sem að framkvæmd þessa
verkefnis hafi verið unnin á öðrum
forsendum. Þegar fagmenn sjá um umhirðu
og klippingar á það að vera þeirra aðalsmerki

Bakka- og pottaplöntur.
Fura, greni, lauftré
og runnar.
Aspir 3–5 m há tré.

OPIÐ

frá kl. 10–19

Reykholti Biskupstungum • s. 694 7074
gardkvistar@simnet.is • www.kvistar.is

VORBOÐINN 2013 | 31

samBaNd NáttúRu­
lEgs umHVERfIs Og
gEÐHEIlBRIgÐIs
tExtI: ÓLAFUR ÞÓRARINSSON, LJÓSMYNdIR: ÞÓRARINN ÓLAFSSON

Það er aðeins rökrétt að álykta sem svo að
þróun mannsins eftir 10.000 kynslóðir í nánu
samneyti við náttúruna sé með þeim hætti
að erfðaefni hans undirbúi hann best fyrir
náttúrulegt kjörumhverfi sitt, í skjóli,
óhultur, með vatn og mat. Með samskonar
rökum þætti ef til vill ósennilegt ef umfangs­
miklar breytingar á lifnaðarháttum
mannsins sem rofið hafa tengingu hans við
náttúruna á aðeins örfáum kynslóðum yrðu
ekki til þess að valda honum einhverskonar
vandræðum við að aðlagast nýjum aðstæð­
um. Með öðrum orðum, það er ekki hlaupið
að því að má út djúpstæða erfðafræðilega
breytni mannsins þrátt fyrir erfiði okkar og
strit til þess að vera náttúrunni og náttúru­
legu umhverfi óháð.

kRÍuVaRP.

Þ

að býr mótsögn í því að samfélagi okkar
sé misboðið við þá tilhugsun að villtum
dýrum sé komið fyrir í búrum á meðan eldri
borgarar húka á elliheimilum svo árum
skiptir með skertan aðgang að örvun utan
þeirra. Við eyðum fúlgum fjár til að skapa
plöntum í görðum okkar hinar fullkomnu
aðstæður. Það þarf rétta mold og gott skjól.
Það þarf góðan áburð, ekki of mikla sól og
ekki of mikinn raka. En á meðan við reynum
að finna réttu hlutföllin í görðum okkar,
ölum við börnin upp í frumskógi steyptra
stétta og umferðaröngþveitis malbikaðra
gatna, án snertingar og tengsla við
náttúruna.

32 | VORBOÐINN 2013

Vera má að fyrri kynslóðir hafi af innsæi haft
á því betri skilning en við gerum í dag en
tegund mannsins hefur sömu þarfir fyrir
þetta umhverfi og aðrar. En við erum líka
félagsverur sem þrífast og dafna í borgum og
bæjum og höfum blómstrað með hjálp
tækninnar. Þó er það svo að hvorki tæknin
né borgin getur komið í náttúrunnar stað;
við þurfum að halda jafnvæginu. Með rofi
tengsla okkar við umhverfið verðum við sem
ókunnug náttúrunni sjálfri og veröld okkar
allri. Þetta teflir sjálfsvitund okkar í tvísýnu
og hefur slæm áhrif á geðheilsu okkar.
Fjölmargar virtar alþjóðlegar rannsóknir
afhjúpa tengslin milli náttúrunnar og
andlegs heilbrigðis og benda eindregið til þess
að umhverfi náttúrunnar geti haft jákvæð
áorkan á samfélög og geðheilsu einstaklinga.
Samkvæmt kenningunni ættu áhrifin að
vera mælanleg en gögnin sem við þurfum til
að meta raunverulegt gildi áhrifamáttar

náttúrunnar eru enn í mótun. Því er ljóst að
þó ítarlegri rannsókna og umfangsmikillar
öflunar gagna sé þörf svo takast megi að
ákvarða styrkleika áhrifanna og hvaða
sviðum andlegs heilbrigðis þau geta þjónað,
gefa þau okkur sterkar vísbendingar um
virknisvið þeirra.

OfBEldI
Ýmsar rannsóknir benda til þess að náttúran
slái á árásargirni, hvort sem við er átt
ofbeldisfulla hegðun fólks í miðbænum eða
árásargirni Alzheimers sjúklinga. Það þarf
vart að taka það fram að geti græn svæði átt
þátt í því að draga úr ofbeldi eru það
stórtíðindi á heilbrigðismálasviði. Aukin
nánd við náttúruna, þykir sýnt, eykur
árvekni hugans og dregur úr reiðigirni,
bráðlyndi og hvatvísi. tölfræði samantekinna
rannsókna segir að samanborið við
sambærileg hverfi án sýnilegs gróðurs verði
helmingi minna vart við heimilisofbeldi og
glæpi á meðal fjölskyldumeðlima innan
hverfa þar sem gróður er sýnilegur. Ef fótur
reynist fyrir þessum tölum ætti að hanna
skipulag borga og bæja, ekki einungis útfrá
fegurðarsjónarmiðum, heldur með því
augnmiði að bæta hversdagslega líðan og
skaplyndi íbúa.

EldRI BORgaRaR
Margar athuganir sýna og skýrt að eldri
borgarar meti mikils nánd við náttúruna.
Gott aðgengi, jafnvel bara að litlum grænum
garði, skiptir höfuðmáli þegar árin færast yfir
og líkamsburðir dvína. Mælt er sérstaklega
með garðyrkju fyrir eldri borgara. Garðyrkja
virkjar líkama og örvar huga eldra fólks,
gefur því tilgang og stefnu og gerir fólki
kleift að vinna að markmiðum sínum og að

BöRN aÐ lEIk.

á VatNslEysustRöNd..

eiga samskipti við vini og kunningja.
Garðyrkja skerpir einbeitingu töluvert og
dæmi sýna að fólk með elliglöp geta upplifað
ánægjulegar stundir við þá iðju, hugsað
skýrar og í betra samhengi.

gluggalaus og abstrakt listaverk hengd á
veggi þó þau virðist auka á kvíða og streitu
sjúklinga. Samt liggur fyrir heilmikið af Í BORgaRlaNdI.
gögnum sem styðja þá kenningu að sjúkum
gagnist furðuvel nándin við náttúruna því líklegra til þess að eiga samskipti sín á milli
hún minnki streitu og það sem meira er, en á berangri. Með fleiri tækifærum og
minnkar þörfina á sterkum verkjalyfjum. auknu samneyti utandyra í náttúrulegu
Eins eykur hún þol og dug á meðan meðferð umhverfi þar sem allir aldurshópar eru
sjúkdóma stendur og skilning á sjúkdóms­ velkomnir, má styrkja samfélagskennd fólks
greiningum. Það virðist sem svo að sjúkrahús og tengja þræði netsins sem samfélagið
þaðan sem ekki er útsýni yfir græn svæði eða myndar. Þéttofin samskipta­ og tengslanet
slík aðgengileg sjúklingum séu ekki jafn vel auka lífsgæði fólks og jafnvel langlífi. Einnig
til fallin til umönnunar, meðferðar og bata er náttúran sterkur áhrifavaldur í sköpun og
myndun
fólks við staði, og búi
Harðgerðar plöntur
í tenginga
garðinn
þeirra.
manneskja í hjarta sínu að tengingu við stað
og sumarbústaðinn
sem henni finnst hún tilheyra, býr hún að
samfélög
ríkari sjálfsmynd en ella. Þessi tilfinning,
Á grænum svæðum
er fólkskrautrunnar,
allt að 90 prósent þessi
Tré,
skógarplöntur,
tenging við umhverfið, hefur jákvæð
líklegra til að safnast saman og 83 prósent áhrif á geðheilsu fólks.
limgerðis- og skjólbeltaplöntur

VEIkINdI
Sjúklingar um víða veröld eru sammála um
að nánd við náttúruna flýtir bata þeirra eftir
veikindi, aðgerðir eða geðkvilla. Öldum
saman hefur til að mynda bygging sjúkra­
húsa verið með þeim hætti að lóðir þeirra
eru umkringdar trjágróðri eða garðagróðri
komið þannig fyrir að hann sjáist um
gluggann frá sjúkrabeðum eða sé í seiling­
arfjarlægð utandyra. Nú til dags virðist þessi
stefna ekki lengur við lýði og í hennar stað er
flúorlýsing í herbergjum sem eru jafnvel

Ölfusi, 816 Ölfus
Símar 482 1718 / 846 9776
www.kjarr.is - kjarr@islandia.is

Guðmundur Tyrfingsson ehf








Hópferðir
Óvissuferðir
Skemmtiferðir
Draugaferðir
Árshátíðir
Menningarferðir
Söguferðir

Sérsníðum ferð fyrir þinn hóp.
Guðmundur Tyrfingsson ehf
gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 482-1210
VORBOÐINN 2013 | 33

leikur stálpaðrar manneskju eigi sér stað
utandyra margfaldaðar hafi henni sem barni
verið fært tækifæri til þess hins sama. Hafi
leikurinn átt sér stað í faðmi óspilltrar
náttúru endurtekur hann sig þar. Þetta
þekkjum við vel af eigin raun. En hverfandi
kynni barna af frjálsum leik við náttúrulegar
aðstæður hafa afleiðingar umfram trega
okkar. Vissulega syrgjum við sum hver að
börnin fái ekki sömu tækifæri og við fengum
að þessu leyti en á sama tíma minnka líkur
þess að fullvaxin muni þau njóta áhrifa
náttúrunnar, eða skilja, á eigin sinni. Svo, við
hver kynslóðaskipti, þegar hver kynslóðin
færir næstu æ rýrari þekkingu og reynslu af
umhverfi sínu þverr smám saman almenn
umhverfisvitund og gildi verðmæta
náttúrunnar falla að virði í hugum manna
og kvenna sem móta manneldis­, heilbrigðis­
og umhverfisstefnu samfélagsins.

gRóttuVItI.

REgNBOgagOlf.

uNgVIÐIÐ
Börn sem oft upplifa streituvaldandi
aðstæður eru líklegri til að þjást vegna
tengdra geðheilsuvandamála síðar á lífs­
leiðinni en gögn benda til þess að náttúru­
tengdar upplifanir hjálpi þeim að losna við
streitu og kvíða. Þá benda rannsóknir til þess
að fái ofvirk börn með athyglisbrest að leika
sér úti í náttúrunni séu þau 30 prósent
líklegri til þess að ná betrun einkenna
vandans en börn í borgarumhverfi og þrefalt
líklegri en börn innandyra. Öll börn njóta
góðs af meiri nálægð og snertingu við
náttúruna, grónari götum og leiðum í
skólann og útsýni út um herbergisglugga.
Styrkur sjálfsaga barna og einbeitingarhæfni
þeirra hefur verið tengdur nálægð þeirra við
óspillta náttúru og óæskileg hegðun og
slakur námsárangur sem rekja má til
agaleysis barna, einbeitingarskorts eða
hvatvísi færist til betri vegar við þessa nánd.
Bætt aðgengi að náttúrulegu umhverfi
virðist kjörin aðferð til almennrar styrkingar
á getu og frammistöðu skólabarna.

34 | VORBOÐINN 2013

Leikur barna er ómissandi þáttur í þroskaferli
þeirra. Hann þroskar styrk og samhæfingu,
sjálfsvitund, félagslega færni, vekur með
þeim sjálfsábyrgð og ábyrgð gagnvart
umhverfinu. Börn kjósa að leika sér við
náttúrulegar aðstæður sem leyfa hvers kyns
leiki, umfram þær sem reisa þeim skorður
eða beina athöfnum þeirra í fyrirfram
ákveðinn farveg. Hin svokallaða grimmd
barna gerir frekar vart við sig á yfirfullum
leikvelli og líkur á einelti eru hærri meðal
barna sem leiðist, barna sem ekki komast að,
þar sem leikjaval er fábreytt og þar sem stærð
og styrkur skipta sköpum. Náttúran útbýr
prýðisgóða leikvelli þar sem börnin sjálf ráða
för og geta leikið sér eftir eigin höfði í hópum
að eigin vali í grænum grasbala eða góðu
runnaskjóli.
Afstaða okkar til umhverfisins er mótuð af
reynslu úr barnaheimi okkar. Það skal engan
undra það að ungur maður eða aldinn leiki
sér að tölvuleikjum hafi hann gert það sem
barn. Að sama skapi eru líkurnar á því að

Yfirvöld standa ráðalaus frammi fyrir
versnandi heilsufari almennings og hörgull
er á úrræðum gegn faraldri heilsubresta sem
herja á samfélög okkar. Vaxandi vandamál
eins og stress, offita, hreyfingarleysi, glæpir
og ýmiskonar andfélagsleg hegðun gera það
enn brýnna að við dýpkum skilning okkar
og ákvörðum gildi náttúrulegs umhverfis
fyrir heilsu manna. Því ef við leiðum hjá
okkur niðurstöður rannsókna sem styðja
samband góðrar heilsu og náttúrulegs
umhverfis mun ásælni okkar á öðrum
sviðum valda áframhaldandi tortímingu
perla náttúrunnar sem okkur nærir. Glatist
máttur heilsu­ og sálargæslu foldarinnar sem
við Íslendingar höfum notið í aldanna rás við
það eitt að stíga út um hússins dyr verða
komandi kynslóðir sviptar því sem annars
skyldi kalla náttúrulegan rétt þeirra, jafnvel
til allrar framtíðar og okkur til ævarandi
skammar.

HEImIldIR:
Björg Haraldsdóttir (2010). Nánasta umhverfi sem
uppspretta náms: Lokaverkefni til M.Ed. gráðu.
Háskólaprent, Reykjavík. Vefsíða: http://skemman.is/
stream/get/1946/5677/16022/1/utikennsla_5K_
kennsluadferd_BjorgHaraldsdottir.pdf
Dr. William Bird (2007). Natural Thinking: A
Report by Dr William Bird, for the Royal Society for
the Protection of Birds, Investigating the links between
the Natural Environment, Biodiversity and Mental
Health. RSPB. Vefsíða: www.rspb.org.uk/policy/health
Vefsíður:
http://ged.hi.is
http://www.landlaeknir.is
http://www.velferdarraduneyti.is

Tæknibúnaður fyrir
gróðurhús
Loftlagsstýringar
Áburðarblandarar
Skjámyndakerfi
Þokuúðunarkerfi
Gluggabúnaður
Mótorlokar
Mælitæki
LED lampar

Þekking • Reynsla • Þjónusta
Árvirkinn ehf • Eyravegi 32 • Selfossi • Sími 480 1160 • www.arvirkinn.is

Þá höfum við lausnina Re-board
Skorið, fræst, prentað, stansað.
Fáar takmarkanir.
>ĂƵŇĠƩŽŐŶşĝƐƚĞƌŬƚĞĨŶŝĨLJƌŝƌŝŶŶƌĠƫŶŐĂƌ͕ƐŬƌĞLJƟŶŐĂƌ͕
útsƟůůŝŶŐĂƌ͕ŚƷƐŐƂŐŶ͕ǀĞŐŐŝ͕ƐljŶŝŶŐĂƌĞĝĂĂĝƌĂƌůĂƵƐŶŝƌƊĂƌ
ƐĞŵŬƌĂĮƐƚĞƌůĠƩůĞŝŬĂŽŐƐƚLJƌŬƐ͘
Re-boardĞƌϭϬϬйƵŵŚǀĞƌĮƐǀčŶƚŽŐĞŶĚƵƌǀŝŶŶĂŶůĞŐƚĞĨŶŝ͘
<şŬƚƵĄŚĞŝŵĂƐşĝƵŽŬŬĂƌŵĞƌŬŝŶŐ͘ŝƐ
ĞĝĂŬŽŵĚƵşŚĞŝŵƐſŬŶǀŝĝĮŶŶƵŵůĂƵƐŶƐĞŵŚĞŶƚĂƌ͘

100%

Í Nám á NÝ
– auÐuR I. OttEsEN sótt HEIm
tExtI: SIGURÐUR I. EINARSSON, MYNdIR: PÁLL J. PétURSSON

auður hefur alltaf eitthvað fyrir stafni
hvort sem það eru ritstjórnarstörf, eigin
skrif, námskeiðahald eða formennskan í
samtökunum umhverfi og vellíðan. svo
er nóg að gera í skólanum en auður
stundar í fjarnám í ylrækt samhliða öllu
hinu. sumarið nálgast og hún slær vart
af um sinn en hvaðan skyldi hún fá
tímann til að sinna öllum sínum
verkefnum.

Í HEImsókN
Frá því er að segja að ég fór nýlega í heimsókn
til hennar Auðar okkar. Auður býr á Selfossi
ásamt eiginmanni sínum, Páli J. Péturssyni
en þangað fluttu þau fyrir ekki margt löngu.
Hún bauð mér í bæinn og leyfði mér að
spássera um húsið. Áberandi voru ýmsar
bækur, þar á meðal nokkrar sem hún hefur
gefið út sjálf ásamt eiginmanni sínum. Þau
hafa gefið út níu bækur sem Auður hefur
ýmist skrifað sjálf eða í samvinnu við aðra.

36 | VORBOÐINN 2013

Einnig fékk ég að spígspora um garðinn sem,
þrátt fyrir að trjáplöntur og runnar séu stutt
á veg komin, er strax farinn að bera
handbragði hennar mikil merki. Þá gaf hún
mér mikið af kaffi og leyfði mér að taka
stöðu á búrinu. Af grænmeti og ýmisskonar
uppskeru síðasta sumars er enn dágóður
slatti eftir en Auður ýmist frystir, setur í
krukkur eða sultar fyrir veturinn. Þegar ég
hafði gert usla í matarbirgðum Auðar svalaði
hún forvitni minni um heima hennar og
geima.

á skólaBEkk
tal okkar berst fyrst að skólanum. Auður
útskrifaðist af garðplöntubraut
Garðyrkjuskólans á Reykjum árið 1990 en
mætti aftur til leiks síðastliðið haust, full af
forvitni og námshug. Hún er skráð í fjarnám
í ylrækt, líkt og sonur hennar, Mörður
Gunnarsson Ottesen, en hann hóf nám á
ylræktarbraut árið 2011. Hún segist oft hafa

velt því fyrir sér miðað við námsefni sonarins
og breyttar áherslur skólans frá þeim tíma
sem hún sótti nám, hvort þau hafi yfirhöfuð
sótt sama skóla. Því hafi hún forvitin skellt
sér í nám til að skerpa á þekkingunni, styrkja
grunninn, fylla í eyðurnar og byggja ofan á
uppsafnaða reynslu. Auður sér alls ekki eftir
því enda þó námið sé krefjandi og tímafrekt.
Hún fer bara klukkutíma fyrr á fætur á
morgnana og sinnir náminu um helgar.

tIl gagNs Og gamaNs
Auður er skemmtilega ofvirk, eins og margir
vita og með grasgrænu í blóðinu. Frá útskrift
af garðplöntubraut hefur hún því stússast í
mörgu en þó í flestu sinnt ástríðu sinni sem
er að taka þátt í að grænka landið. Þetta gerir
hún einna helst með því að miðla þekkingu
til landsmanna með skrifum sínum og
ritstjórnarstörfum. Þá hefur hún undanfarin
ár, í félagi við garðyrkjufræðinginn Jón
Guðmundsson, staðið að garðyrkju­

úR gaRÐI auÐaR.

námskeiðum sem notið hafa talsverðra
vinsælda.
Auður starfar sem ritstjóri tímaritsins
Sumarhúsið og garðurinn en liðin eru
tuttugu ár frá því blaðið hóf göngu sína. Hún
hefur ásamt ýmsum pennum blaðsins
makað þekkingarkrók garðeigenda síðast­
liðin sautján ár og höfðar með því til mjög
fjölbreytts hóps. Hvort sem í hlut eiga
sumarhúsaeigendur sem vilja planta
nokkrum fjölæringum, fjölskylda sem óskar
sér lifandi stofu úti í garði, eða húsmóðir sem
kýs að sækja salat út í garð frekar en í
stórmarkað, á fróðleikur tímarits Auðar
erindi við alla.
Það er einmitt þessi fjölbreytti hópur sem
Auður og ýmsir aðrir í garðyrkjubransanum,
jafnt í görðum og gróðurhúsum, hafa
hjálpað að vaxa úr grasrótinni hér á landi.
Frá hruni hefur ýmislegt breyst og Auður og
hennar fólk hefur fundið fyrir því. Áhugi á
framleiðslu nytjaplantna, í görðum, í
misstórum og misdýrum gróðurhúsum eða
hreinlega í stofuglugganum hefur stóraukist.
Að sögn er Auður afar spennt fyrir þróuninni
því það sem heillar hana mest við
plöntuvænt umhverfi er hversu mannvænt
það getur verið.
Það er svo sannarlega upplífgandi að hitta
fyrir fólk sem vinnur markvisst að því að
skapa jákvæð áhrif í samfélaginu. Gott dæmi
um samfélagsstarf Auðar er frá árinu 2009 en
þá var hún hvatamaður að stofnun

samtakanna Umhverfi og vellíðan. Markmið
félagsins eru m.a. að auka vellíðan fólks með
gróðri og góðum útisvæðum í og við þéttbýli.
Hvatinn, fyrir utan aukna fegurð, eru hin
jákvæðu áhrif á sálræna og líkamlega heilsu
sem lifandi og náttúrulegt umhverfi er þekkt
fyrir að hafa á fólk. Þetta, í takt við að rækta
upp einkagarða af bæði nytja­ og skraut­
plöntum, er Auði ofarlega í hjarta. Hún sér
fjölmörg tækifæri til þess að auka fegurð og
gæði umhverfisins sem hefur í för með sér
bætt áhrif á sálræna og líkamlega heilsu
fólks.
Hvað er svo á döfinni hjá garðyrkju­
fræðingnum og ritstjóranum Auði I.
Ottesen? Jú, hún stjórnar skrifum fimm
tölublaða SogG á þessu ári og hefur í bígerð

útgáfu á þremur bókum, en af því að hún
kann ekki við að hafa svo lítið fyrir stafni bætti
hún við sig sýningarstjórn Sunnlenska
sveitadagsins sem haldinn verður á Selfossi
þann fjórða maí n.k. Auðvitað þarf líka að
standsetja heimilisgarðinn og breyta í sýni­
og kennslugarð. Næsti viðburður í garðinum
er skammt undan en það er ljósmyndasýning
Páls Jökuls sem haldin verður dagana sjötta
og sjöunda júlí. Einnig er sýning Auðar á
ætum blómplöntum og sígrænum gróðri á
næsta leiti. Það verður engin lognmolla í
kringum hana Auði þetta árið frekar en
endranær. En ætli að hún þurfi ekki að vakna
enn fyrr í sumar?

STJÖRNUGARÐAR
VORBOÐINN 2013 | 37

um RæktuN áVaxtatRjáa
tExtI: KRIStINN H. ÞORStEINSSON OG VALBORG EINARSdÓttIR,
LJÓSMYNdIR: KRIStINN H. ÞORStEINSSON

sæmuNduR fRæÐIR félagsmENN um RæktuN BERjaRuNNa Og áVaxtatRjáa.

Á

hugi á gróðurrækt hefur vaxið jafnt og
þétt á síðari árum, ekki hvað síst í
tengslum við matjurtarækt, ræktun
ávaxtatrjáa og berjarunna. Hér á landi eru til
eplatré sem eru orðin 60 ára gömul og gefa
árlega uppskeru. Fyrir um 22 árum síðan
hófu hjónin Sæmundur Guðmundsson og
Eyrún Óskarsdóttir markvissa ræktun
ávaxtatrjáa á Hellu þar sem þau búa. Hjónin
eru frumkvöðlar í ræktun ávaxtatrjáa hér á
landi því þó svo að áður fyrr hafi margir flutt
inn ávaxtatré þá var lítil eftirfylgni í þeirri
ræktun og lítið vitað um yrki og framvindu
ræktunarinnar. Sæmundur og Eyrún hafa
prófað hátt í 200 yrki víðsvegar að af
norðurhveli jarðar, flest ættuð frá Norður­
löndunum, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum,
Rússlandi og Kanada. Þau hafa sýnt og
sannað að á Íslandi er hægt að rækta ótrú­
legan fjölda yrkja ávaxtatrjáa með góðum
árangi.
Fyrir nokkrum árum tóku höndum saman
þeir Sæmundur og Jón Guðmundsson,
garðyrkjufræðingur á Akranesi, og fóru af
stað með fræðsluerindi um ræktun
ávaxtatrjáa. Jón hafði þá um nokkurt skeið
ræktað fjölda yrkja ávaxtatrjáa og var ásamt
þeim hjónum orðinn fremsti ávaxta­
trjáræktandi landsins. Fræðsluerindin vöktu
mikla athygli en þau byggðu á reynslu

38 | VORBOÐINN 2013

ræktunar við íslenskar aðstæður og sýndu að
búið var að leggja grunn að ávaxtatrjárækt
hér á landi til framtíðar.
Í febrúar 2011 var brotið blað í sögu ræktunar
ávaxtatrjáa á Íslandi þegar undirritað var
samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands
og Landbúnaðarháskóla Íslands um prófun
ræktunar á norðlægum yrkjum ávaxtatrjáa
við íslenskar aðstæður með það fyrir augum
að í framtíðinni yrði hægt að leiðbeina enn
betur við val á yrkjum og ræktunaraðferðum.
Á sama tíma var stofnaður ávaxtaklúbbur
innan Garðyrkjufélagsins og voru stofn­
félagar um 250 talsins. Félögum í Ávaxta­
klúbbnum var boðið að taka þátt í
tilraunaverkefni um ræktun yrkja af epla­ og
kirsiberjatrám, perutrjám og plómutrjám
við breytileg skilyrði um allt land. Af 160
félögum sem sýndu áhuga á þáttöku í
verkefninu var valinn 40 manna kjarna­
hópur, hópur A, og einstaklingum fengið
það hlutverk að skrá í gagnagrunn ýtarlegar
upplýsingar um ræktunina. Einnig var valið
í annan hóp, hóp B, þar sem skýrslugerð er
einfaldari.
Landbúnaðarháskólinn sér um faglega
umsjón með framkvæmd prófana, veitir
ráðgjöf um ræktunina og tekur við upp­
lýsingum um árangurinn hjá ræktendum.

Meðal þess sem verið er að kanna eru atriði
varðandi lifun, þroska og þrif trjáa, blómgun
þeirra og uppskeru af þeim. Ræktunartækni
og umhirða er skoðuð, svosem hvernig
staðið er að undirbúningi jarðvegs og
áburðargjöf sem og aðferðir til að tryggja
blómgun og frjóvgun og auka uppskeru­
magn. Þá er samspil yrkja við jarðveg,
staðbundið loftslag og veðurfar á hverjum
ræktunarstað ítarlega skráð sem og notagildi
mismunandi skjóltækniaðferða. Með þessari
tilraun er verið að reyna að tryggja að

káPumyNd af BókINNI VåRa
fRuktsORtER.

gOtt ER aÐ Rækta áVaxtatRé uNdIR skjólVEgg, ÞVÍ HæRRI HItI, ÞVÍ mEIRI VöxtuR.

ÞEgaR uPPskERaN ER Í kÍlóaVÍs, ER EkkI
NauÐsyNlEgt aÐ EPlIN séu öll af sömu
sORt.

Plóma aÐ ÞROskast.

laNgÞRáÐIR áVExtIR, NáNast
fullÞROskaÐIR.

mismunandi ávaxtatrjáayrki séu gróðursett
sem víðast um landið og upplýsingar um
vöxt og viðgang á hverjum stað verði
aðgengilegar öllum sem áhuga hafa í náinni
framtíð.

greinagóðar upplýsingar um öll yrkin og
sendi félögum Ávaxtaklúbbsins ásamt
pöntunarlista með hátt í 200 mismunandi
yrkjum af ávaxtatrjám frá Blomqvist
Planteskole í Finnlandi sem þeir gátu valið úr
og pantað sér.

starfseminni. Félagið hefur til sölu bækurnar
Våra fruktsorter og trådgärdens bär sem
fjalla um helstu yrki af ávaxtatrjám og
berjarunnum sem eru ræktuð á norrænum
slóðum. Höfundar bókanna er enginn annar
en Leif Blomquist, eigandi Blomqvist
Planteskole í Finnlandi. Nánari upplýsingar
um félagið og starfsemi þess er að finna á
heimasíðu félagsins www.gardurinn.is.

Yfir 130 yrki, flest ættuð frá Finnlandi,
Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, eru í
prófun og byggja mörg á gamalli hefð
kynbóta þaðan. Sum þessara yrkja hafa verið
í sölu hjá garðplöntustöðvum hér á landi um
árabil og hafa mörg þeirra reynst vel.
Formaður Garðyrkjufélagsins tók saman

Garðyrkjufélag Íslands er áhugamannafélag
sem er öllum opið og geta félagar þess skráð
sig í ávaxtaklúbbinn gegn auka gjaldi. Árbók
félagsins Garðyrkjuritið kemur út ár hvert
og er innfalið í félagsgjaldinu. Þá eru
fræðslufundir og námskeið snar þáttur í

Höfundar eru garðyrkjufræðingar.

VORBOÐINN 2013 | 39

kaktusgaRÐuRINN Í laNzaROtE
HELGA ÞOR ÞORBJARNARdÓttIR, NEMI Á SKRúÐGARÐYRKJUBRAUt
MYNdIR: SIGMUNdUR EINARSSON

G

rasagarðurinn Jardín de Cactus á
eyjunni Lanzarode í Kanaríeyjaklasan­
um hefur eitt stærsta safn kaktusa í
heiminum. Um 10.000 kaktusar af liðlega
1000 tegundum prýða garðinn, tegundum
sem upprunalega voru sóttar af grasafræð­
ingnum Estanislao Gonzalez Ferrer til
Ameríku og Madagaskar ásamt tegundum
frá Kanaríeyjum sjálfum.
Kaktusgarðurinn var búinn til í grjótnámu
sem bændur á svæðinu nýttu vegna skorts á
vatni til náms á eldfjallaösku sem þar er að
finna. Öskuna sóttu þeir í þeim tilgangi að
hylja með henni ræktunarsvæði sín en með

40 | VORBOÐINN 2013

því móti héldu þeir rakanum í jörðinni.
Garðurinn er 5.000 fermetrar að stærð og er
staðsettur í hjarta helsta landbúnaðarsvæðis
Lanzarote þar sem um 120 hektarar eru
notaðir eingöngu undir ræktun á tunera
kaktusnum. Byggingu garðsins var lokið árið
1991 og var þetta síðasta verk listamannsins
Césars Manriques.
Manrique þessi sá möguleikana sem fólust í
ferðamennsku á svæðinu og hafði hann
mikil áhrif á skipulagsreglur á Lanzarote.
Hann hannaði nánast alla staði á eyjunni
sem laða að ferðamenn og þá gjarnan í
samstarfi við aðra listamenn og arkitekta.

Hár veggur úr grjóthleðslu umlykur garðinn
og er hann byggður upp í fjórum þrepum til
að líkja sem mest eftir hringleikahúsum
Rómverja til forna. Í öllum stígum og
þrepum og allri uppbyggingu garðsins er
notast við tilhöggvið basaltgrjót.
Garðurinn er frábært dæmi um arkitektúr
þar sem hönnunin er löguð að náttúrunni.
Uppbygging garðsins er einstök, bæði í öllu
handverki og uppsetningu á gróðri. Samspil
hönnunar, listaverka, lita og blómskrúði á
plöntum á vissum árstímum er mikil veisla
fyrir augað sem gerir garðinn að eftir­
sóknarverðum stað til að heimsækja.

VÍsNagátuR sjössa
SIGURBJÖRN ÓLASON

14. gáta

42. gáta

Þar sem mætast litir líkir.
Leggur upp á enda.
Oft úr góðu gerðir slíkir.
Gildir jöfrar mynda.

Þarna hangir hamarinn.
Heitt og kalt og bæði.
Sundur ef sest á kamarinn.
Skýlir gróðursvæði.

23. gáta

69. gáta

Garpur einn úr goðafræði.
Gerður út hér áður.
Þar er rauðleitt þurrkasvæði.
Þriðji er hann skráður.

Í samfélagi Víkur var.
Vil þar hafa næði.
Stundum skilur eftir far.
Sett í götin bæði.

26. gáta

76. gáta

Heitið hefur skip og snót.
Hæpin leið að sækja fé.
Í logni ljúf en oft er rót.
Látinn mann í spegli sé.

Samansafn svo verður einn.
Stökki bæði og harði.
Stendur uppúr stilkur beinn.
Síðan mælikvarði.

29. gáta

87. gáta

Bær sem elur andann ríka.
Ekki glöð ef nýja fann.
teikni loft og hlaupa líka.
Leiðindaskjóðu ann.

Komast vill í kunna stétt.
Kapella er skær.
Nafnið nefnt í hestarétt.
Nemandi oft fær.

36. gáta

93. gáta

Sagt um lausn á leyndarmáli.
Leggur skeggið ber.
Skorðar hlut með haus úr stáli.
Há á borði er.

Föt það eru og líka fræði.
Fæstir þarna vaka.
Menn þar sátu með sín ræði.
Múr sem fer til baka.

38. gáta

99. gáta

Óþægir og illir peyjar.
Afurð hans er dýr.
Sonarsonur Laufeyjar.
Í sagnaheimi býr.

Brunaliðið brúkar hann.
Byssa gömul hefur.
Sagt um sjálfumglaðan mann.
Snemma tóninn gefur.

Hægt er að sannreyna svörin á heimasíðu: http://heim.simnet.is/sjossi/

VORBOÐINN 2013 | 41

föNduRHORN Völu
VALGERÐUR EVA ÞORVALdSdÓttIR tÓK SAMAN

Hér er skemmtilegt verkefni fyrir unga sem aldna! leyfið
hugmyndafluginu að leika lausum hala og gerið ykkar
eigin persónur með spírandi grænu hári!
ÞIÐ ÞuRfIÐ:
Gamlar sokkabuxur
Lím
Skæri
Grasfræ
Pottamold
Krukku eða annað endurnýtt ílát með vatni
Skreytingarefni (t.d. tölur fyrir augu, garn fyrir munn, teygjur eða bandspotta
fyrir nef, tússpenna o.sv.fr.)
lEIÐBEININgaR:
Finnið gamlar sokkabuxur sem þið megið skemma. Klippið frá neðri hlutann
af sokkabuxunum og komið fyrir í tásuendanum töluverðum slatta af
grasfræjum.
Fyllið svo með rakri pottamold þangað til þið getið mótað gott form fyrir höfuð.
Bindið hnút fyrir endann og hafið sokkabuxnaspottann hangandi niður úr
boltanum.
Svo er höfuðið skreytt, á það festur munnur og augu, nef, eyru og hvaðeina sem
ykkur dettur í hug.
Einnig má skreyta krukkuna eða ílátið sem þið notið, t.d með málun eða litun,
með því að líma á efnisbúta eða jafnvel með því að prjóna eitthvað flott á hana.
Fyllið ílátið svo með vatni. Bleytið moldarkúluhausinn og tyllið honum á ílátið
með vatninu í. Spottinn sem þið skylduð eftir mun sjá um að soga vatnið úr
krukkunni upp í moldina. Staðsetjið karakterinn á sólríkum stað þar sem þið
getið fylgst með græna hárinu vaxa. Gætið þess að krukkan þorni aldrei alveg
upp því þá gæti karakterinn ykkar orðið sköllóttur.

Hvernig hárgreiðslu mun karakterinn þinn bera?
42 | VORBOÐINN 2013

T ÍMA R IT I Ð

SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN

Þrjú eldri
blöð fylgja
áskrift

Velkomin í áskrifendahópinn!

Fimm tölublöð á ári kosta aðeins kr. 5.540 sé greitt
með kreditkorti í stað kr. 6.925 í lausasölu.
Að auki fylgja þrjú eldri blöð með nýrri áskrift.
Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt
sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi.
Blaðið kemur út fimm sinnum á ári og er
uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is
Áskrift í eitt ár kostar kr. 5.540 sé greitt með greiðslukorti.

Fossheiði 1 – 800 Selfoss
Sími 578-4800

Garðurinn lifnar við
með BM Vallá

Mikið úrval af hellum og garðeiningum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Skoðaðu úrvalið.

PIPAR \ TBWA


SÍA


131130

Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir
landslagsarkitekt aðstoðar þig
við að móta hugmyndir þínar
um fallegan garð.
Pantaðu tíma hjá söludeild.

BM Vallá ehf.
Söludeild
Breiðhöfða 3
Sími: 412 5050
Opin mán.–fös. kl. 8–17
sala@bmvalla.is

www.bmvalla.is






Download Vorboðinn 2013



Vorboðinn 2013.pdf (PDF, 9.77 MB)


Download PDF







Share this file on social networks



     





Link to this page



Permanent link

Use the permanent link to the download page to share your document on Facebook, Twitter, LinkedIn, or directly with a contact by e-Mail, Messenger, Whatsapp, Line..




Short link

Use the short link to share your document on Twitter or by text message (SMS)




HTML Code

Copy the following HTML code to share your document on a Website or Blog




QR Code to this page


QR Code link to PDF file Vorboðinn 2013.pdf






This file has been shared publicly by a user of PDF Archive.
Document ID: 0000101178.
Report illicit content