Vizkustykki FINAL2.pdf


Preview of PDF document vizkustykki-final2.pdf

Page 1 2 34548

Text preview


Vizkustykki
VOR 2012

Útgefandi
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Leiðari
Hæ, þetta er leiðari. Leiðari. Leið-ari. Leiðinlegur leiðari. Er leiðari
yfirhöfuð orð? Það er hætt að hljóma eins og orð. Slæmt hjá mér
að velja mánudag til að skrifa innganginn í blaðið. Skólaárið er að
verða búið og skólagöngu minni í FS að ljúka (vonandi, kemur í ljós
bráðum en ef ekki þá munuð þið aldrei frétta það, lofa) og langar að
vera ógeðslega væmin en ég vil ekki að þið ælið á blaðið. Þessi önn er
búin að vera yndisleg, fyrir utan skólaleiðan sem virðist hafa gripið
alla, nema Guðnýju, hún fær alltaf 10 (án gríns). Á eftir að sakna FS
svo mikið, kannski ekki alveg strax en pottþétt í haust þegar allir fara
að rífa sig á lappir í skólann og ég verð að gera eitthvað allt annað.
Okei, ég á ekki eftir að sakna þess baun í bala.
Ég nenni ekki að skrifa eitthvað of hefðbundið svo ætlað að gefa ykkur
5 ráð.

Ritstjóri
Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir
Ritstjórn
Birgir Valdimarsson
Ester Lind Berndsen
Guðný Inga Kristófersdóttir
Íris Björk Rúnarsdóttir
Karó A. Jónsdóttir
Markaðsstjóri
Unnar Már Pétursson
Hönnun og umbrot
Sölvi Logason
Optimus Margmiðlun

1. Ef Guðjón kennir ykkur sögu þá skuluð þið hlusta, hann veit
endalaust um grísku guðina og man hvað þau öll heita! Þið munuð
ekki einu sinni vilja taka upp símann (það er líka stranglega bannað
og sömuleiðis að vera á Facebook í tíma, sem ég gerði óvart einu sinni
eða tvisvar og var alltaf gripin).

Prentun
Stafræna Prentsmiðjan

2. Horfið á Inbetweeners. Það er ekki til betra sjónvarpsefni, ég tala
ekki bara fyrir mína hönd. Munuð finna nýja merkingu á bakvið
orðið Friend (þeir sem hafa horft á þættina lesa þetta með ákveðinni
rödd) og svo kíkið þið á Pussaaaay Patrol.

Útgáfudagur
16. maí 2012

3. Lærið að prjóna. Það er ógeðslega gaman og ég leyfi mér að segja
þetta þar sem ég verð ekki hérna í haust.
4. Don’t shit where you eat. Held svona nokkurn veginn að ég skilji
merkinguna á bakvið þetta en þetta hljómar alltaf svo spekingslega
þegar Viktoria segir það. Ég er bara að reyna að miðla visku hérna.
5. Be cool, stay in school.
Vona innilega að þið séuð ekki brjáluð yfir biðinni eftir Vizkustykki í
ár. Mysterious typpateiknari, þætti vænt um að fólk gæti opnað eintak
af þessu blaði án þess að þú sé búinn að teikna typpi á andlitið á mér,
það er orðið gamalt (en ennþá fyndið). Ætla að hætta að röfla, það er
komið sumar og vona að það sé sól! Takk fyrir önnina elsku FSingar!
Gleðilegt sumar!
Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir
Ritstjóri

Upplag
1.000 eintök

Sérstakar þakkir

Díana Karen Rúnarsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir
Magnea Ósk Jónsdóttir
Guðbjörg Ylfa Jensdóttir
Ásgeir Elvar Garðarson.
Sigríður Eva Sanders.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Sölvi Elísarbetarson.
SYKUR
Anna Katrín Þórarinsdóttir
Aron Freyr Kristjánsson
Eyþór Eyjólfsson
Erika Dorielle Sigurðardóttir
Viktoria Halldórsdóttir
Katrín Arndís Blomsterberg
Unnar Már Pétursson
Chanee Thiantong
Garðar Ólafsson
Frans Elvarsson
Valdimar
Dikta
Heba
Guðmann á bókasafninu
Strákarnir í G.F.Y
Allir með tattú
Sigurbergur og Sindri, fyrir að vera þeir sjálfir.
Allir sem brostu sætt á myndunum.
Allir sem brostu ekki sætt á myndunum.
Allir sem styrktu okkur og gáfu sér tíma til að hjálpa okkur.
Allir sem eru í FS en komu ekki fram í blaðinu.

Styrktaraðilar
Pulsuvagninn
Gallerí
Kóda